ESB: Góðar horfur á,að umsókn Íslands verði samþykkt

 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir  nú,að góðar horfur séu á því að umsókn  Íslands um aðild að ESB verði samþykkt á mánudag  á fundi ráðherraráðs ESB.Utanríkisráðherra Lirháen kom til Íslands í dag og lýsti yfir stuðningi við umsókn Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson


Vörusvik hjá RÚV!

RUV hefur undanfarið stundað það í ríkum mæli að endursýna kvikmyndir og sjónvarpsmyndir.Stundum er ekki einu sinni getið um það,að um endursýningar sé að ræða. Í sumar hefur keyrt um þverbak í þessu efni og stanslausar endursýningar í gangi.Þetta eru ekkert annað en vörusvik. Það er ekki unnt að selja notendum sömu vöruna tvisvar.Annað hvort verður RUV að hætta    þessari iðju eða að veita notendum afslátt á sjónvarpsgjöldum ( nefskatti nú).Þetta gengur ekki svona áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


Verður ávinningur að því fyrir Ísland að ganga í ESB?

Mikil umræða á sér nú stað um ESB vegna aðildarumsóknar Íslands.M.a. hefur RUV verið  með ágæta fræðsluþætti um málið.Hver er aðalávinningur Íslands af aðild að ESB?

Í tollamálum er ávinningurinn lítill,þar eð EES samningurinn var svo hagstæður okkur að við fengum nær fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir okkar á markaði EES.Það eru aðeins örfáar afurðir,sem ekki njóta í dag tollfrelsis og bætast við ef við göngum inn. En í dag getum við selt fryst fiskflök  og ferst flök tollfrjálst til ESB og raunar flestar mikilvægustu sjávarafurðir okkar.En það munar um allt í þessu efni og við fáum tollfrelsi fyrir þær afurðir,sem útaf standa.Við aðild að ESB verðum við aðilar að tollabandalagi ESB,sem þýðir,að Ísland verður að sæta ytri tolli ESB.Þetta getur þýtt lítils háttar tollahækkanir gagnvart Íslandi en ekkert sem verulegu máli skiptir.

Við aðild að ESB verður Ísland að taka upp meiri aga í efnahags-og peningamálum en verið hefur.Það getur gert okkur gott og aukið stöðugleika í þjóðfélaginu.Við munum stefna að aðild að Myntbandalagi Evrópu og upptöku evru,ef við göngum inn en það tekur tíma. Væntanlega getur Ísland fengið bráðabirgðafyrirkomulag í gjaldeyrismálum á meðan beðið er upptöku evru. Væntanlega verður unnt að koma á samstarfi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Evrópu sem getur styrkt krónuna. Og ef til vill verður unnt að fá hraðferð að upptöku evru.(Meira síðar)

 

Björgvin Guðmundsson


Norræn velferð:Í Svíþjóð fá allir 65 ára og eldri óskertar bætur almannatrygginga óháð tekjum af atvinnu eða úr lífeyrissjóði

Ríkisstjórnin hefur sagt,að  hún vilji koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.Svíþjóð er í fararbroddi norrænnar velferðar og því er eðlilegt að líta til Svíþjóðar í þessu efni. Hvernig er þessum málum fyrir komið þar. Lítum á það:
Í Svíþjóð eru  bætur almannatrygginga greiddar öllum 65 ára og eldri að fullu óháð tekjum af atvinnu eða úr lífeyrissjóði eða af fjármagni. Húsnæðisbætur greiðast ekki bara þeim sem búa einir  heldur til  hjóna líka. Þær  skerðast þó með hærri tekjum en eru skattfrjálsar í Svíþjóð ólíkt heimilisuppbótinni á Íslandi. Þannig getur ellilífeyrisþegi þar verið með fulla vellaunaða atvinnu á vinnumarkaði án þess að bætur almannatrygginga skerðist um eina krónu vegna þeirra tekna. Háar tekjur úr lífeyrissjóði skerða bæturnar ekki heldur, né fjármagnstekjur, hversu háar sem þær eru. Samkvæmt  samtökum eldri borgara, í Svíþjóð (Pensionarernas Rigsorganisation, PRO) halda allir ellilífeyrisþegar í Svíþjóð fullum bótagreiðslum(utan húsnæðisbóta)- en á Íslandi eru það aðeins rúm 1% ellilífeyrisþega sem njóta þessara óskertu bóta. 
Björgvin Guðmundsson 

Margir flytja til Noregs vegna kreppunnar

 

Hundruð Íslendinga hafa á síðustu mánuðum flust til Noregs og margir eru á förum. „Mér kæmi ekki á óvart að þegar árið verður gert upp hafi 1.000 Íslendingar flutt hingað,“ segir sr. Arna Grétarsdóttir, prestur íslenska safnaðarins í Noregi.

Hún segir marga þá sem utan flytja í raun ekki eiga neinn annan kost í stöðunni og aðlögun fólks að nýju og framandi samfélagi geti því orðið erfið. Almennt farnist Íslendingum þó vel í Noregi.

 

„Búslóðin er komin í gám og við förum utan strax eftir mánaðamót,“ segir Oddgeir Þorgeirsson pípulagningamaður. Sl. haust var svo komið að sú vinna sem hann hafði hér heima var orðin það lítil, að sjálfhætt var. Síðan þá hefur hann starfað í Noregi og þá verið ytra nokkrar vikur í senn. En nú tekur fjölskyldan sig upp og sest að í bænum Gjerdrum, skammt utan við Osló.
Oddgeir og Guðbjörg Þóra Guðmundsdóttir, eiginkona hans, hafa búið á Selfossi. „Það er sorglegt að þurfa að yfirgefa landið, en það er ekki um neitt annað að velja. Öll byggingarstarfsemi hér heima er hrunin og atvinna takmörkuð. Þá hafa allar afborganir af lánum stórhækkað, mánaðarlegar afborganir okkar af húsnæði hækkuðu úr 130 þús. um nærri því helming. Sama gildir um bílalánið sem er í erlendri mynt.“

Í Gjerdrum, sem er 5.000 manna bær, hafa til skamms tíma búið þrjár íslenskar fjölskyldur. Nú er fyrirsjáanlegt að þeim fjölgi til muna. „Mér skilst að búið sé að ráða íslenskan túlk í barnaskólann sem er frábært. Það hjálpar strákunum okkar, fimm og sjö ára, við námið.“(mbl.is)

Fólksflótti frá Íslandi til annarra landa er eðlilegur eins og ástandið er í atvinnumálum hér nú. Fólk reynir að bjarga sér og þá er flutningur til nágrannalanda nærtækt úrrræði. Það er gott að búa í Noregi og ég er því ekki hissa a því að margir velji Noregi.

 

Björgvin Guðmundsson

Í


Kjaraskerðing lífeyrisþega frá 1.júli verði leiðrétt

Landssamband eldri borgara (LEB) sendi félags-og tryggingamálaráðherra erindi í fyrradag þess efnis,að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja  frá 1.júlí sl. yrði leiðrétt strax með gildistíma frá 1,júlí sl.Það stenst ekki að lækka laun (lífeyri) lífeyrisþega um leið og  kaup launþega á almennum markaði er hækkað.Það stenst heldur ekki að endurskoðunarnefnd almannatrygginga,sem starfar á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,segist vinna að hækkun fritekjumarks vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna,en ríkisstjórninn  eykur skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna á sama tíma.Endurskoðunarnefndin hefur það markmið að hækka fritekjumark vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin getur þá ekki unnið í öfuga átt og aukið skerðingar á lífeyri vegna  atvinnutekna.Skerðing á lífeyri lífeyrisþega 1.júlí sl. voru mistök. Þau mistök verður að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson 


Unnið að nýrri sókn í atvinnulífinu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að unnið verði áfram að verkáætlun um hvernig best verði lagður grunnur að nýrri sókn í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Verkefnið er liður í efnahagslegri endurreisn þjóðarinnar og hefur að markmiði að Ísland skipi sér á ný í fremstu röð í verðmætasköpun, menntun, velferð og sönnum lífgæðum. Áætlunin hefur fengið nafnið „20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland.“

Dagur B. Eggertsson er formaður stýrihóps verkefnisins en aðrir í hópnum eru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Svafa Grönfeldt, rektor HR.

Gert er ráð fyrir að fleiri ráðherrar komi að verkefninu og taki þátt í störfum hópsins þegar fram líða stundir. Ríkisstjórnin mun á þessu ári verja 10 milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til verkefnisins.

Verkefnið sem unnið verður í víðtæku samráði á næstu mánuðum, felst í því að draga fram styrkleika og sóknarfæri þjóðarinnar og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Lögð verður áhersla á að ná breiðri samstöðu um sameiginlega framtíðarsýn og lykilákvarðanir í endurreisnarstarfinu.

Markmiðið er að forgangsraða fjármunum, nýta auðlindir og virkja mannauð þjóðarinnar til að vinna gegn fólksflótta og leggja grunn að almennri velsæld. Auk þess að leggja grunn að nýrri atvinnustefnu verður við undirbúning sóknaráætlunar sérstaklega kallað eftir hugmyndum um endurskipulagningu í opinberri þjónustu, stjórnkerfi og stjórnsýslu. Þá verður gerð tillaga að nýrri skiptingu landsins í svæði til að skapa viðspyrnu í endurreisnarstarfinu og stuðla að sterku samfélagi og vænlegum lífsgæðum til framtíðar.

Unnið verður að því að samþætta og aðlaga fjölmargar áætlanir ríkisins að breyttum áherslum, þ.m.t. í samgöngumálum, fjarskiptamálum, menntamálum, menningarmálum, nýsköpun, nýtingu orkulinda, umhverfismálum, landskipulagsmálum, ferðamálum og byggðamálum auk áætlana um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

 

Skipaðir verða samráðshópar í öllum landshlutum og unnar samþættar áætlanir fyrir hvert svæði um sig sem hafa sameiginlega skírskotun til eflingar atvinnu, menntunar og opinberrar þjónustu innan svæðisins. Þannig getur orðið til ný skipting landsins í svæði sem hvert um sig stefnir að sameiginlegum markmiðum til samfélagslegrar uppbyggingar.

Stýrihópurinn hefur unnið drög að verkefnisáætlun sem skiptist í nokkra meginþætti og fela m.a. í sér víðtækt samráð um mótun valkosta fyrir framtíðina og þau gildi sem liggja eiga til grundvallar framtíðarsýn íslensku þjóðarinnar. Þá verður sérstaklega hugað að lykilþáttum sem aukið geta samkeppnishæfni landsins.

Gert er ráð fyrir verkefnið hefjist formlega á haustdögum og ljúki haustið 2010 þegar fyrir liggi framtíðarsýn og sóknaráætlun sem nái til ársins 2020.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bloggfærslur 25. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband