Sunnudagur, 26. júlí 2009
Ellilífeyrir í Noregi (lágmark) 240 þús. á mán frá 1.mai sl.
Lágmarks ellilífeyrir í Noregi fyrir einhleypa var ákveðinn 240 þús. kr. á mánuði 1.mai sl. þ.e. frá almannatryggingum ( Folketrygden) Síðan eiga eldri borgarar kost á húsnæðisuppbót o.fl. hlunnindum.Enginn skattur er greiddur af lágmarksellilífeyri í Noregi og almennt gildir sú regla þar,að það er lægri skattur greiddur af lífeyri til aldraðra en af atvinnutekjum.Þetta er nokkuð sem við Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar.Það nær ekki nokkurri átt að skattleggja lífeyri aldraðra úr lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum eins og um atvinnutekjur sé að ræða. Lífeyrissjóðstekjur ætti að hámarki að skattleggja eins og fjármagnstekjur.Hér á landi þarf eldri borgari og öryrki,sem hefði 240 þús. kr. á mánuði í lífeyri að borga 46 þús. kr. í skatt á mánuði!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Jón Bjarnason vill fresta umsóknarferli Íslands hjá ESB
Jón Bjarnason nefndi hryðjuverkalög Breta á Íslendinga í kjölfar bankahrunsins, yfirlýsingar hollenskra ráðherra um bein tengsl milli Icesave-deilunnar og ESB-aðildar Íslands, auk þess sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti stöðugt fleiri og nýjar kröfur á þjóðina, sem óvíst væri hvernig hún stæði undir.
Þannig að mér finnst það verulegt áhyggjuefni að vera að fara í samningaviðræður við ríkjasamband í þeirri stöðu sem íslenska þjóðin er núna, sagði Jón Bjarnason í samtali við RÚV.(mbl.is)
Þetta er furðuleg yfirlýsing hjá Jóni Bjarnasyni. Ríkisstjórnin er nýbúin að senda umsókn um aðild að ESB.Einn af ráðherrum rikisstjórnarinnar getur ekki um leið sagst vilja fresta umsóknarferlinu.
Björgvin Guðmundsson

Sunnudagur, 26. júlí 2009
Leggja ber ráðherrabílunum
Ríkisstjórnin talar mikið um það í dag,að ástandið sé svo slæmt í ríkisfjármálunum,að allir verði að spara,allir verði að skera niður.En hvað með laun og hlunnindi ráðherranna? Þarf ekki að skera þau niður? Vissulega. Það á að leggja ráðherrabílunum,selja þá. Ráðherrar geta ekið á sínum eigin bílum eins og aðrir í þjóðfélaginu.Það þarf hvort sem er að draga úr öllum veisluhöldum í sparnaðarskyni.Einnig þarf að skera niður öll hlunnindi ráðherra og allra æðstu embættismanna ríkisins.T.d. þarf að leggja það af að ráðherrar fái bæði háa dagpeninga í utanferðum en þurfi síðan lítið sem ekkert að greiða með dagpeningunum. Ríkið greiðir hótelkostnaðinn þrátt fyrir háa dagpeninga.Þetta þarf allt að skera niður.Síðan þarf að lækka laun ráðherra verulega,nema forsætisráðherra.Allir æðstu embættismenn eiga að lækka og þar á meðal ráðherrar. Það er ekki nóg að krefjast sparnaðar af öðrum.Menn verða að spara sjálfir og í eigin ranni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Gengur VR úr ASÍ?
Rætt hefur verið meðal nokkurra stjórnarmanna í VR að félagið fari út úr ASÍ meðal annars vegna þess að það þyki of kostnaðarsamt. Formaður VR segir það vel koma til greina, þó taka þurfi slíka ákvörðun að vandlega íhuguðu máli.
Nokkrir stjórnarmanna VR hafa rætt sín á milli um hvort félagið væri betur sett utan ASÍ. Félagið er með rúmlega 25 þúsund félagsmenn og borgar um 70 milljónir á ári fyrir að vera í sambandinu. Sjö manns komu nýir inn í stjórn VR í apríl síðastliðnum og virðist sem nokkrir úr þeim hópi vilji skoða þann möguleika að félagið fari úr sambandinu. Ýmsar ástæður eru nefndar, svo sem stuðningur ASÍ við inngöngu í Evrópusambandið og að það þyki of kostnaðarsamt.
Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, segir það enga gullna reglu að VR sé innan ASÍ. Engin rök hnígi þó að því að VR eigi að vera utan sambandsins. Hann segir mikilvægt að launþegar standi saman.
VR hefur verið í ASÍ í 45 ár en það tók félagið fimm ár að komast inn í sambandið. Pólitískir hagsmunaárekstrar spiluðu þar inn í og fékk félagið loks inngöngu í Alþýðusambandið 1964 að undangengnum Félagsdómi. Sögunnar vegna telur Kristinn einnig að ekki sé hægt að ganga úr sambandinu nema að vel athuguðu máli.
Kristinn segir að málið verði tekið fyrir í stefnumótunarvinnu með félagsmönnum í haust. (mbl.is)
Hér er um stórmál að ræða. Að öðru jöfnu er æskilegt að sem flest verkalýðsfélög séu aðilar að ASÍ. Það eykur samstöðuna. En það er ekki sama hvernig forusta ASÍ hagar sér og stendur sig.Það er eðlilegt að stór verkalýðsfélög eins og VR íhugi hvort þau eigi að vera í ASÍ ef kostnaðurinn er mikill og lítið kemur út úr kjarabaráttu ASÍ.Það hefur oft komið fram á undanförnum misserum,að verkalýðsfélögunum finnst ASI forustan ekki standa sig nógu vel í kjaramálunum.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Hvenær bætir félagsmálaráðherra kjör lífeyrisþega?
Það er nú liðinn tæpur mánuður frá því ASÍ og BRSB fengu kauphækkun fyrir láglaunafólk í þessum samtökum.Sambærileg hækkun fyrir lífeyrisþega er enn ekki komin og ekkert heyrist í félags-og tryggingamálaráðherra um málið.Þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fóru með stjórn landsins var lífeyrir lífeyrisþega alltaf hækkaður í kjölfar kauphækkana á almennum markaði.Stundum var hækkunin til lífeyrisþega skorin við nögl en alltaf var um einhverja hækkun að ræða. En nú bregður svo við,að aldraðir og öryrkjar eru hafðir útundan. Þó heitir svo,að "félagshyggjustjórn" sé við völd.Hvaða merkingu hefur slík stjórn ef hún hagar sér eins ög íhaldið og jafnvel enn verr.Orðið er merkingarlaust.
Sumum leist illa á það,að Árni Páll Árnason yrði tryggingamálaráðherra. Hann hafði aldrei komið nálægt þeim málum áður og þekkti lítið til þeirra og hefði frekar átt að vera viðskipta-eða iðnaðarráðherra.Hann þekkir betur til þeirra mála og ESB.Ég trúi því ekki að hann hafi verið settur í tryggingamálaráðuneytið til þess að skera almannatryggingar niður að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Áður en Ögmundur Jónasson varð ráðherra sagði hann,að það væri aðalkrafa IMF að skera niður almannatryggingakerfið.Hvort sem það er rétt eða ekki var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að skera niður almannatryggingar og vegagerðina. Önnur ráðuneyti máttu bíða. Maður hefði talið,að hlífa ætti almannatryggingum í lengstu lög.Nei,þær voru settar i frestu röð og byrjað á því að skera þær niður. Er það eðlilegt?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
LEB: Fresta má endurskoðun almannatrygginga
Landssamband eldri borgara segir,að ef endurskoðunarnefnd almannatrygginga treysti sér ekki til þess að bæta kjör lífeyrisþega við endurskoðun trygginganna megi fresta endurskoðun.Það á ekki að endurskoða aðeins til að endurskoða. Það á að endurskoða í þeim tilgangi að bæta kjör lífeyrisþega.Það kemur skýrt fram í erindisbréfi endurskoðunarnefndarinnar hver tilgangur endurskoðunarinnar er.Hann er m.a. sá,að draga úr tekjutengingum,draga úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna.En ríkisstjórnin er að auka skerðinguna.Hún er að auka tekjutengingar þvert á markmið endurskoðunar.Það hefur enga þýðingu að endurskoða almannatryggingakerfið undir þessum kringumstæðum. Ef nefndin og ríkisstjórnin telja ástandið í þjóðfélaginu það slæmt,að ekki sé unnt að bæta kjör lífeyrisþega er best að fresta endurskoðun þar til ástandið batnar.Endurskoðunarnefndin gerir hvort sem er ekkert nema það sem stjórnvöld vilja. Nefndin virðist ekki geta starfað sjálfstætt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)