Voru að flytja peninga til útlanda rétt fyrir hrunið!

Í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst og Young um Glitni kemur fram að þáverandi forstjóri bankans, Lárus Welding, og forveri hans, Bjarni Ármannsson, hafi millifært hundruð milljóna úr bankanum skömmu fyrir hrunið.

Í fréttum RÚV kom fram að í skýrslunni hafi meðal annars verið kannaðar óvenjulegar peningafærslur milli fjármálafyrirtækja og landa, þar á meðal háar peningafærslur í september.

Þar kemur fram að Lárus hafi fært nánast allt af reikningum sínum í bankanum, um 318 milljónir króna.

Ernst og Young hafi hins vegar ekki fundið neina millifærslu úr landi beint frá Lárusi, en KPMG, sem hóf rannsóknina, hafi fundið færslu til Bretlands á nafni eiginkonu Lárusar. Færslan hafi numið 325 milljónum króna.

Ekki er víst hvort sú færsla komi af reikningum Lárusar. Í skýrslunni er mælst til að Fjármálaeftirlitið fylgi málinu eftir.

Þar er einnig komið inn á nokkrar færslur Bjarna Ármansssonar, sem alls numu 262 milljónum króna. Hæsta upphæðin var færð tæpri viku fyrir ríkisvæðingu bankans.

Að auki er fjallað um háar millifærslur tengdra einstaklinga í skýrslunni, þar á meðal Einars Sveinssonar, fyrrum stjórnarmanns í bankanum, skömmu fyrir ríkisvæðinguna.

Það mun þó tekið fram í skýrslunni að ekki sé ólöglegt að færa fé af reikningum. Þó sé ástæða til þess að Fjármálaeftirlitið kanni málið betur, ekki síst því upphæðirnar eru háar að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. (visir.is)

Það er augljóst,að menn þessir hafa verið að  koma peningum undan rétt áður en bankarnir hrundu.

Sjálfsagt hafa allir eigendur og stjórnendur bankanna gert slíkt hið sama. Það er undarlegt,að  sérstakur saksóknari og fjármálaeftirlitið skuli ekki hafa gert neitt róttækt í þeim málum ennþá.Það hefur ekki einu sinn verið frystur einn einasti reikningur enn. Eftir hverju er beðið?

 

Björgvin Guðmundsson



Reyndu Hollendingar að bregða fæti fyrir umsókn Íslands?

Hollendingar mögluðu þegar aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var tekin til umfjöllunar í Brüssel í morgun. Austurríkismenn vilja ekki að Ísland fái aðild á undan Króatíu og Albaníu.

Fréttir þýska ríkissjónvarpsins síðdegis byrjuðu á fregnum af því að Ísland væri nú skrefinu nær því að ganga í Evrópusambandi en fyrr. Fjölmiðlar víða um heim sýna Evrópusambandshræringum á Íslandi mikinn áhuga og því hvernig fer með önnur ríki sem sækjast eftir aðild.

Á fundi utanríkisráðherra sambandsins í morgun var samþykkt að vísa umsókn Íslands til framkvæmdastjórnarinnar en það gekk þó greinilega ekki átakalaust fyrir sig. Fundi ráðherranna var sjónvarpað beint nema á meðan fjallað var um stækkun sambandsins. Financial Times Deutschland hefur eftir heimildarmönnum sínum í Brussel að Hollendingar hafi til að mynda streist á móti og töluverðar umræður hafi þurft um Icesave-samkomulagið áður þeir hafi sæst á að vísa umsókninni áfram.

Utanríkisráðherra Austurríkis mun einnig hafa gert veður út af því að Ísland yrði hugsanlega sambandsríki á utan Króatíu og Albaníu samkvæmt fréttum austurrískra fjölmiðla. Michael Spindlegger, utanríkisráðherra Austurríkis, lagði á það áherslu að þessi ríki gengju í sambandið um leið og Ísland.

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti þeirri skoðun að ekki mætti hraða inngöngu Íslands á kostnað Balkanskagaríkjanna. Sú skoðun mætti harðri mótspyrnu Finna sem telja það af og frá að spyrða löndin saman með þessum hætti. Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, segir hvert land hljóta aðild á eigin verðleikum. Hann bætti því við að vonandi lyki framkvæmdastjórnin mati sínu fyrir áramót, sem væri met, því hingað til hefur mat af þessu tagi aldrei tekið undir fjórtán mánuðum.(ruv.is)

Ef þetta er rétt er það alvarlegt mál og leiðir í ljós,að  það er ekkert að treysta á Hollendinga og Breta.

 

Björgvim Guðmundsson

 


Miklar skuldir Baugs við gamla Landsbankann

Gamli Landsbankinn lánaði Baugi Group og tengdum félögum drjúgar fjárhæðir. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nam skuld félaganna við bankann rúmum 48 miljörðum króna við bankahrunið síðastliðið haust.

 

Samkvæmt gögnum sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum fékk Baugur Group  tæpa 21 milljón breskra punda  eða 4,4 milljarðar króna að láni frá gamla Landsbankanum.

 

Félag tengt Baugi, Daybreak, er þriðji stærsti lántakandinn samkvæmt lánabókinni. Þegar bankinn fór í þrot síðastliðið haust nam skuld félagsins Daybreak alls tæpum 57 milljónum breskra punda  eða 11,8 milljörðum króna. Fleiri fyrirtæki tengd Baugi skulda gamla Landsbankanum. Til að mynda nemur skuld Iceland Food rúmum 9 milljörðum króna og Aurum Holdin rétt tæpum 10 milljörðum. Samtals skulda Baugur Group og félög honum tengdum gamla Landsbankanum 48,3 milljarða króna. ( ruv.is)

Það vekur undrun hve mikið Landsbankinn lánaði til Baugs.Þetta voru fyrst og fremst lán  til þess að fjármagna starfsemi erlendis og því hefði verið eðlilegt,að Baugur tæki lán vegna þessarar starfsemi í erlendum bönkum.Ekki virðist hafa verið nokkur skynsemi í lánveitingum Landsbankans.Það var lánað hömlulaust til stórra fyrirtækja og þess ekki gætt nægilega að nógu góðar tryggingar væru fyrir hendi.Þá voru lánveitingar Landsbankans til tengdra fyrirtækja miklar og meiri en reglur leyfðu. FME er nú að rannsaka það mál.

Björgvin Guðmundsson

 


Ráðherraráð ESB samþykkti umsókn Íslands

Utanríkisráðherrar ESB samþykktu í morgun að vísa umsókn Íslands um aðildarviðræður til framkvæmdanefndar sambandsins. Framkvæmdanefndinni er ætlað að meta umsókn Íslands.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni um málið segir að þar með sé Ísland komið yfir fyrstu hindrunina á vegi sínum í aðildarviðræðunum.

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði við blaðamenn að það væru mörg ljón í vegnum fyrir Ísland og nefndi hann sérstaklega sjávarútvegsmálin. ESB og Ísland hefðu ólíka afstöðu til þess málaflokks. (visir.is)

Þetta eru góðar fréttir.Með afgreiðslu ráðherraráðs ESB í dag hefur umsókn Íslands verið tekin fram fyrir umsóknir ríkja á Balkanskaga,sem sótt hafa  um aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


Styttri leið fyrir Ísland í ESB

Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar tjáði blaðamönnum í Brussel í morgun að Ísland fengi ekki neina hraðmeðferð inn í Evrópusambandið. Hinsvegar væri til styttri leið fyrir landið.

Greint er frá þessum orðum Bildt á Bloomberg fréttaveitunni. Þar er haft eftir Bildt að það finnist „rather shorter track" fyrir Ísland eftir að hann neitaði því að landið fengi hraðmeðferð hjá ESB.

Utanríkisráðherrar ESB funda í Brussel í dag og verður umsókn Íslands um aðildarviðræður við sambandið á dagskránni.(visir,is)

Fróðlegt verður að sjá i dag hvernig ráðherraráð ESB afgreiðir umsókn Íslands um aðild að sambandinu. Það gefur ef til vill svolitla vísbendingu um framhaldið.

 

Björgvin Guðmundsson


Hagkerfið jafnar sig hraðar hér en á Írlandi

Vélarnar eru í fullum gangi," er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. „Við munum komast betur út úr þessu en óttast var," er haft eftir Steingrími. „Við finnum fyrir virkni í hagkerfinu og að mörgu leyti má þakka genginu það," bætir hann við.

Telegraph segir að gengi krónunnar hafi fallið um helming gagnvart evru frá því að bankarnir þrír hrundu í október á síðasta ári og íslenska hagkerfið með. Ekkert sé ódýrt á Íslandi en verðlagið sé þó viðráðanlegt. Kaffihúsin séu um þessar mundir full af ungmennum frá Evrópu sem geti notið næturlífsins. Á Íslandi megi nú finna vel stæða japanska ferðamenn, sem eitt sinn voru sjaldséðir. Þeir fari á matsölustað Sigga Hall eða í verslanir 66° Norður í Bankastræti, sem dæmi.

Telegraph segir að Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) búist við því að samdráttur verði um 7% á Íslandi þetta árið. Það sé töluvert minni samdráttur en í Írlandi, þar sem hann verði 9,8%. Hagkerfið hér muni jafna sig hraðar en á Írlandi.

Telegraph gerir hins vegar ekki lítið úr vanda Íslendinga. Til dæmis hafi launþegar tekið á sig allt að 10% launalækkanir. Þá standi Íslendingar frammi fyrir 5% niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, 7% niðurskurði í menntakerfinu og 10% niðurskurði annarsstaðar í opinberum rekstri.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 27. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband