Jón Bjarnason verður að styðja þál. alþingis um aðildarviðræður

Fyrir nokkru hreyfði Jón Bjarnason ráðherra þeirri hugmynd  opinberlega,að aðildarviðræðum Íslands við ESB yrði frestað  sökum erfiðrar stöðu Íslands  vegna kreppunnar og   vegna neikvæðrar afstöðu margra þjóða í garð Íslands. Þessi hugmynd Jóns hefur mælst illa fyrir hjá samstarfsflokknum,Samfylkingunni og hjá Árna Þ.Árnasyni formanni utanríkismálanefndar,samflokksmanni Jóns.Jón Bjarnason hefði getað viðrað þessa hugmynd innan síns flokks og jafnvel innan ríkisstjórnarinnar án þess að gera hana opinbera.En Jón Bjarnason getur ekki lýst þessari skoðun  opinberlega þar eð  alþingi hefur samþykkt  aðildarviðræður við ESB  og Jón verður sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands að framfylgja samþykktum alþingis.Jón á engra kosta völ í þessu efni. Hann verður að fylgja samþykkt alþingis um aðildarviðræður við ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


Verður Ice save samkomulagið okkur ofviða?

Nú styttist í að alþingi afgreiði tillögu um  ríkisábyrgð vegna Ice save samkomulagsins.Væntanlega verður það gert í næstu viku. Miklar deilur eru um málið.Margir telja,að Íslendingar ráði ekki við að greiða skuldir samkvæmt samkomulaginu sem gert var.Í viðtali sem Mbl. birti við Indriða Þorláksson,sem var í samninganefndinni, kom fram,að  greiðslur Íslands vegna Ice save samkomulagsins yrðu um það bil 3% af landsframleiðslu  á ári eða álíka og reiknað væri með að þjóðarframleiðslan mundi aukast   árlega þegar greitt væri.Taldi Indriði þetta viðráðanlegt.Samkvæmt þessu verður Ísland að fresta lífskjarabata vegna Ice save samkomulagsins og setja hagvöxtinn í greiðslur af Ice save.

Það er huggun,að Ísland ráði við Ice save samkomulagið. En eftir stendur spurningin: Ber Íslandi 

(isl. ríkinu) skylda að lögum og samkvæmt tilskipun ESB að greiða  Íce save skuldirnar.Ekkert kemur fram í lögum eða tilskipun ESB að ríkinu beri skylda til þess að borga ef innstæðutryggingasjóður geti ekki greitt.En hvers vegna er íslenska ríkið þá að greiða. Jú það er einfalt. Ísland var kúgað. ESB,Bretar og Hollendingar og IMF beittu Ísland kúgun og ríkisstjórn Geirs Haarde sá sig tilneydda að lýsa því yfir ( skriflega) að hún mundi greiða. Eftir það varð ekki aftur snúið.

 

Björgvin Guðmundsson


Atvinnulaus kona: Atvinnuleysisbætur of háar!

Kona um fimmtugt sem nú upplifir atvinnleysi í fyrsta skipti á ævinni segir atvinnuleysisbætur of háar miðað við lægstu laun. Hagstæðara sé fyrir hana að vera á bótum með þau fríðindi sem því fylgja sem þeir sem vinna á lágum launum fá ekki. (ruv.is)

Nær hefði verið fyrir þessa konu að segja,að lágmarkslaun væru of lág.Það þarf vissulega að hækka lægstu laun, Við getum ekki séð ofsjónum yfir því að atvinnulausir fái frítt í sund og í strætó.Nógir eru erfilðleilar þeirra samt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Borgarahreyfingin vill frystingu eigna

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar vill að sett verði lög um frystingu eigna þeirra sem grunaðir eru í umfangsmiklum fjársvikamálum.

Hann segir að Borgarahreyfingin athugi nú hvort hægt sé að leggja fram frumvarp um ógildingu allra grunsamlegra fjármálagerninga, tvö til þrjú ár aftur í tímann, svo að ekki sé til að mynda hægt að ná peningum út úr banka sem er hruninn og flytja þá til úr landi. Þór vill vinna með ríkisstjórninni að lagasetningu í þessa átt.

Þór segir einkennilegt hvað hafi orðið af þessu stefnumáli Vinstri grænna um frystingu eigna, svo virðist sem það hafi gufað upp um leið og flokkurinn hafi sest í ríkisstjórn. „Ég lýsi eftir því, ásamt sennilega flestöllum öðrum Íslendingum, hvers vegna er ekki verið að gera meira í þessum málum, sérstaklega þegar haft er í huga þetta Icesave-mál, þetta eru hundruðir milljarða og það er ekkert í áætlunum ríkisstjórnar um það að reyna að endurheimta neina hluta af þessu fé með því að láta þá sem ollu skaðanum borga til baka."(ruv.is)

 

Ég er sammála Borgarahreyfingunni í þessu atriði.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 28. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband