Noregur lánar ekki Íslandi nema IMF samþykki það

Noregur mun ekki lána Íslandi nema samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands liggi fyrir. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Það ræðst í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn fyrirtöku á málefnum Íslands.

Fréttastofa sendi fyrirspurn um þetta til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands. Svar Noregs er áþekkt svarinu frá fjármálaráðuneyti Svíþjóðar sem fréttastofa greindi frá í kvöldfréttum í gær.

Í svarinu segir að Noregur sé tilbúið að aðstoða Ísland í erfiðum aðstæðum, með því að veita landinu lánafyrirgreiðslu í samstarfi við Danmörk, Finnland og Svíþjóð. Þá segir að ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar, þingsins og Seðlabanka Noregs um að lána Íslandi sé byggð á skuldbindingu Íslands um að standa undir erlendum skuldbindingum sínum. Meðal annars skuldbindingum vegna Icesave.

Þá sé samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins einnig skilyrði fyrir láninu frá Noregi. Lánið verði veitt í tengslum við samþykki stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðaðri efnahagsáætlun Íslands.

Í svari Noregs við fyrirspurn fréttastofu segir ennfremur að mikilvægt sé að Ísland uppfylli þau skilyrði sem hér hafa verið upptalin til að landið geti hafið að draga á lánalínur Norðurlandanna. Ef skilyrðin verði ekki uppfyllt muni lánafyrirgreiðslan frá Noregi frestast og ef þurfi að gera breytingar á lánaskilmálum sem krefjast samþykki norska þingsins verði ekki hægt að taka þær fyrir fyrr en seint í haust.

Af svörum Noregs og Svíþjóðar má dæma að lán Norðurlandanna til Íslands berist ekki fyrr en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lagt blessun sína yfir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta gengur þvert á orð Franeks Rozwadowski, sendifulltrúa sjóðsins á Íslandi. Hann hefur látið hafa eftir sér að fyrirtaka sjóðsins á málum Íslands muni ekki eiga sér stað fyrr en gengið hefur verið frá láni Norðurlandanna. Undirritun lánsloforðs dugi ekki til.

Það ræðst líklega í dag hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar enn endurskoðuninni, sem er formlega á dagskrá sjóðsins næstkomandi mánudag. (ruv.is)

Það er nú komið í ljós,að  Norðurlöndin reynast ekki Íslandi betur í þrengingum en önnur ríki,sem Ísland hefur ekki verið í vinasambandi við.Það er lítið gagn í norrænu samstarfi þegar á reynir. Jafnvel Norðmenn bíða eftir leyfi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eina þjóðin,sem hefur lánað Íslendingum án  þess að spyrja IMF er Færeyjar. Færeyingar hafa reynst Íslendingum vinir í raun.

 

Björgvin Guðmundsson


Álagning tekjuskatta og útvars 221,3 milljarðar

Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 221,3 milljörðum króna og hækkar um 3,6% frá fyrra ári, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.

Almennan tekjuskatt, 98,6 milljarða króna greiða 179.500 einstaklingar þetta árið. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur að meðaltali hækkað um 6,7% milli ára. Skatthlutfallið nam 22,75% og var óbreytt milli ára en persónuafsláttur hækkaði um 5,9% frá fyrra ári.

Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2009 liggur nú fyrir.

Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2009 er 267.494. Fjölgun milli áravar 1%, sem er mun minni fjölgun en verið hefur undanfarin ár.

Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 108,7 milljörðum króna og hækkar um 6,7% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 257.000, nær jafn margir og árið áður. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um 6,2% milli ára.

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 20,2 milljörðum króna og lækkar um 20% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 185.000 og hefur fjöldi þeirra nær tvöfaldast frá fyrra ári. Ástæða fjölgunarinnar er fyrst og fremst sú að nú er fjármálastofnunum gert skylt að senda upplýsingar óumbeðið til skattyfirvalda.

Mikil breyting hefur orðið á samsetningu fjármagnstekna frá því sem verið hefur. Hagnaður af sölu hlutabréfa sem nam 58% af öllum fjármagnstekjum tekjuárið 2007 er nú 12%.

Mesta breytingin er á framtöldum tekjum af innistæðum í bönkum en þær eru nú 39% af fjármagnstekjum en voru 10%. Á þessu eru tvær skýringar. Annars vegar eru nú allar vaxtatekjur af innistæðum á framtölum en hins vegar uxu innistæður heimilanna í innlánsstofnunum verulega í kjölfar bankahrunsins þegar fé úr peningamarkaðssjóðum var flutt á innlánsreikninga.

Það skal tekið fram að þótt upplýsingar um innistæður heimilanna hafi ekki alltaf skilað sér í framtölum hefur fjármagnstekjuskattur verið greiddur af þeim, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.

Arðstekjur nema nú 27% af fjármagnstekjum og þær hafa vaxið milli ára um fimmtung.

 

Framtaldar eignir heimilanna námu 3.657 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 8,2% frá fyrra ári.

Fasteignir töldust 2.436 milljarðar að verðmæti eða um 2/3 af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 2,5% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði lítið.

 

Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.683 milljörðum króna (mbl.is)

Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hækkar um 6,7%  milli ára.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Deila Mbl. og Jóns Ásgeirs

Auðmaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson sakar ónefndan blaðamann Morgunblaðsins um að hafa hringt í hann kófdrukkinn og hótað sér. Þá vill hann meina að reynt hafi verið að kúga út úr honum fé gegn því að tölvupósturinn yrði ekki birtur um leikáætlun hans varðandi skíðaskálann í Frakklandi.

Orðrétt segir Jón í tilkynningu sinni:

„Morgunblaðið hefur ítrekað hótað að birta umræddan tölvupóst sem er stolinn og skrumskældur. Blaðamaður blaðsins hefur hringt í undirritaðan kófdrukkinn og hótað birtingu póstsins auk þess sem reynt hefur verið að kúga út úr mér fé gegn því að sleppt yrði að birta póstinn."

Jón Ásgeir nefnir enginn nöfn í tilkynningunni. Hann sakar einnig blaðamenn Morgunblaðsins um að hafa „fiktað" í póstinum og breytt upphæðum.

Þá segir hann að Morgunblaðið hafi ekki haft rétt eftir skiptastjóra þrotabús Baugs, Erlendi Gíslasyni í fréttinni sem sagði að það væri verið að skoða að rifta kaupsamningi Baugs við Gaum á frönskum skíðaskála. Fullyrðir Jón Ásgeir að Erlendur hafi staðfest þetta í samtali við hann.

Þess má geta að í Morgunblaðinu í dag stendur að leitað hafi verið viðbragða hjá Jóni Ásgeiri við vinnslu fréttarinnar en hann hafi ekki viljað tjá sig um málið.Varðandi hugsanlega riftun þrotabús Baugs Group hf. m.a. á ,,stórum skíðaskála í Frakklandi“ vill Jón Ásgeir Jóhannesson taka eftirfarandi fram:

Öll viðskipti milli Baugs Group hf. og Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. fyrir gjaldþrot Baugs Group hf. voru á eðlilegu verði, sem staðfest var af óháðum aðila.(visir,is)

Erfitt er að vita hvað rétt er  i þessu máli.Það

stendur staðhæfing gegn staðhæfingu.Mbl. birti frétt um að þrotabú Baugs væri að íhuga að rifta sölu Baugs á skíðaskála í Frakklandi til Gaums.Jón Ásgeir neitar þessu.

Björgvin Guðmundsson

 


Stuðningur við ríkisstjórn minnkar

Um 43 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi, sögðust styðja sitjandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alls sögðust 57 prósent ekki styðja stjórnina.

Stuðningur við ríkisstjórnina var afgerandi hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna. Aðeins fimm prósent stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust ekki styðja ríkisstjórnina og átta prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna.

Lítill munur var á afstöðu kynjanna, en konur virðast heldur sáttari við stjórnina. Alls sögðust 45 prósent kvenna styðja ríkisstjórnina en 41 prósent karla.

Hringt var í 800 manns í gærkvöldi. Spurt var: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku rúmlega 87 prósent afstöðu til spurningarinnar, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag.(mbl.is)

Þetta kemur ekki á óvart. Ríkisstjórnin hefur þurft að gera óvinsælar ráðstafanir svo sem að hækka skatta og því minnkar fylgi hennar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Ársverðbólgan 11,3%,hefur lækkað á ársgrundvelli

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,3% verðbólgu á ári. Hefur verðbólgan lækkað úr 12,2% frá í júní.

Þetta segir í frétt á vefsíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2009 er 345,1 stig og hækkaði um 0,17% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 323,9 stig og hækkaði hún um 0,56% frá júní.

Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 7,3% (vísitöluáhrif -0,43%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 2,6% (-0,35%) og voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,32% en af lækkun raunvaxta -0,03%.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 4,8% (0,23%). Þar af voru áhrif af hækkun bensíngjalds 0,28%. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 4,7% (0,16%) og verð nýrra bíla hækkaði um 3,4% (0,12%). (vísir.is)

Þetta er lítil lækkun.Það gengur hægt að vinna á verðbólgunni. Hvað þetta segir um stýrivexti Seðlabankans er óvíst. Ég reikna með óbreyttum vöxtum eða örlítilli lækkun.

Björgvin Guðmundsson


Settu Norðurlönd skilyrði eða ekki?

Engin skilyrði voru fyrir því í lánasamningum við Norðurlöndin að Alþingi samþykkti Icesave-samkomulagið. Þetta segir Jón Sigurðsson, sem fór fyrir samninganefnd um lánin.

Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar.

1. júlí var gengið frá samningum um að Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar myndu lána Seðlabanka Íslands 1,8 milljarða evra. Í sameiginlegri tilkynningu landanna segir að lánsféð verði greitt í fjórum jöfnum hlutum, tengdum fjórum fyrstu endurskoðunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun sjóðsins og ríkisstjórnarinnar.

Í yfirlýsingunni segir að í því sambandi séu samningar Íslendinga við Breta og Hollendinga um uppgjör skuldbindinga Íslands vegna Icesave-málsins mikilvægur áfangi.

Jón Sigurðsson formaður samninganefndarinnar segir að í lánasamningunum sjálfum séu engin skilyrði tengd Icesave. En Norðurlöndin hafi frá upphafi samningaviðræðna lagt á það ríka áherslu að staðið verði við yfirlýsingu um að Ísland standi við skuldbindingar sínar um innstæðutryggingar. Í samskiptum við samninganefndi Norðurlandanna hafi þetta margoft komið fram. Jón segir að það sem ráði þessari afstöðu Norðurlanda sé án efa samábyrgðartilfinnig þeirra gagnvart bankakerfum Evrópulanda, bæði þeirra eigin og annarra, en hætt væri við að í það kæmi brestur ef ekki væri staðið við innstæðutryggingar. (ruv)

Það sem haft er eftir Jóni Sigurðssyni um þetta mál er frekar loðið. Sagt er,að ekkert skilyrði sé í sjálfum lánasamningunum um uppgjör Ice save.En í yfirlýsingu  Norðurlanda,sem fylgdi með er sagt,að uppgjör Ice save sé mikilvægur áfangi.Mér sýnist af þessu að Norðurlöndin taki þátt í því með ESB og IMF að kúga Ísland.Svo einfalt er það.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 29. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband