Föstudagur, 3. júlí 2009
Fallegur dagur í Reykjavík
Það hefur verið glampandi sól í Reykjavík i dag og sérstaklega fallegur dagur.Vonandi verður framhald á þessu góðviðri.Íslendingum veitir ekki af góðu veðri þann stutta tíma,sem sumarið stendur. Sumarið á hinum Norðurlöndum er mikið lengra og heitara.
Á morgun ætlum við hjónin austur fyrir fjall í heimsókn til sonar okkar og tengdadóttur í sumarbústað þeirra. Vonum að góða veðrið haldist.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. júlí 2009
Spörum ekki þjónustu við fatlaða!
Gerður Aagot Árnadóttir
Fomaður Landssamtakanna Þroskahjálp skrifar grein á heimasíðu Tryggingastofnunar.Þar segir svo m.a.:
"Þegar kreppan skellur á blasir skorturinn við. Lítil sem engin uppbygging hefur verið í búsetuþjónustu við fullorðið fatlað fólk undanfarin ár og biðlistar lengjast með hverjum deginum sem líður. Frístunda- og menntunartækifæri eru fábreytt og atvinnumöguleikar litlir. Skortur er á stuðningsúrræðum fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Starfsbrautir framhaldsskólanna eru ekki í stakk búnar til að taka við auknum fjölda nemenda og skortur er á tómstundatilboðum. Óvissan blasir við foreldrum þessara ungmenna sem enn eitt árið þurfa að horfast í augu við skort á úrræðum og óöryggi í framtíðinni.
Sumir velta því kannski fyrir sér hvort staðan sé virkilega svona slæm þegar litið er til þjónustu við fatlað fólk á Íslandi, landi sem um skeið var eitt ríkasta land í heiminum. Og svarið er vissulega JÁ. Það hefur ekki verið pólitiskur vilji til að setja nægilegt fjármagn í þjónustu við þennan hóp, svo einfalt er það mál. Hvað verður þá núna þegar alvarlegir fjárhagserfiðleikar blasa við íslenskri þjóð ? Hvernig mun fötluðu fólki reiða af við þær aðstæður ?
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála því ef ekkert verður að gert mun fatlað fólk verða sá hópur þjóðfélagsþegna sem kreppan mun skaða mest. Slík staða er óásættanleg og hæfir ekki íslenskri þjóð.
Við núverandi aðstæður verður þjóðin að reisa skjaldborg um fatlað fólk á þessu landi. Við verðum að standa vörð um manngildið og virðingu hvers manns og þjónusta hvern einstakling í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Við verðum að leggja til grundvallar þá mannréttindasýn sem við höfum skuldbundið okkur til í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Við verðum að berjast gegn hvers kyns niðurskurði í þjónustu við þennan hóp. Sparnaður í grunnþjónustu við fólk skerðir ekki eingöngu lífsgæði og tækifæri fólks á hverjum tíma heldur felur í sér í raun aukna þörf fyrir dýrari úrræði síðar. Slíkur sparnaður er til lítils gagns.
Brýn þörf er fyrir uppbyggingu í búsetuþjónustunni, nýja hugsun og fleiri úrræði. Nægt framboð er af góðu húsnæði á landinu sem auðveldlega má nýta í þágu fatlaðs fólks, slíkar fjárfestingar eru fljótar að borga sig. Jafnframt er ástæða til að þróa búsetuþjónustuna með hagsmuni notenda að leiðarljósi. Notendastýrð persónuleg aðstoð er dæmi um þjónustu sem fatlað fólk kýs sér í vaxandi mæli í heiminum en Íslendingar hafa ekki notið nema í litlum mæli. Nú er tækifærið til að efla slíka þjónustu, bjóða fötluðu fólki góða þjónustu og skapa um leið spennandi ný störf.
Leggja þarf fram áætlanir um uppbyggingu í allri þjónustu við fatlað fólk hér á landi og setja fjármagn í að hrinda þeim í framkvæmd. Hinn nýi samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra getur orðið okkur vegvísir í þeirri uppbyggingu. Þá þarf að huga sérstaklega að stöðu fjölskyldna fatlaðra barna og stuðla að því að þessar fjölskyldur nái að lifa eðlilegu og góðu lífi.
En eru þessar hugmyndir ekki óraunhæfar í þeirri efnahagskreppu sem blasir við íslenskri þjóð ? Er það ekki óraunsætt að tala um uppbyggingu í stað niðurskurðar ?
NEI, við þekkjum það gjörla að afleiðingar lélegrar þjónustu eru minni lífsgæði, minna sjálfstæði og lélegri heilsa. Slíkt eykur þörf fyrir sérhæfðari og dýrari úrræði og eykur þar með kostnað. Það er raunsætt mat að þjónusta við hæfi hvers einstaklings er líkleg til að leiða til sparnaðar þegar til lengri tíma er litið. Þannig getum við staðið vörð um einstaklingana, veitt þeim góða þjónustu og stuðlað að þjóðarheill á sama tíma.
Nýja hugsun þarf að innleiða í því uppbyggingarstarfi sem fara þarf fram á hinu nýja Íslandi sem við þurfum öll að byggja saman. Það starf þarf að grundvallast á virðingu og mannréttindum allra þar sem við viðurkennum og sýnum í verki hversu mikilvægur fjölbreytileiki mannlífsins er samfélaginu öllu og hversu brýnt er að standa vörð um hina ólíku einstaklinga sem landið okkar byggja. Aðeins þannig getur orðið sátt í samfélagi okkar til framtíðar. Aðeins þannig getum við byggt upp til framtíðar með velferð, réttæti og jafnrétti að leiðarljósi. "
Gerður skrifaði pistilinn 22.mai sl.
Ég tek undir orð hennar. Það má ekki skerða þjónustu við fatlaða.Það hefnir sín og kallar á dýrari úrræði síðar,eða m.ö.o. það verður dýrara fyrir ríkið þegar fram í sækir.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. júlí 2009
Ríkisstjórnin hefur lokið við 21 af 48 verkefnum 100 daganna
2. Lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að þingið feli ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusambandinu
3. Hafið vinnu við mótun sóknaráætlunar fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og bættra lífskjara.
4. Jafnframt sóknaráætluninni hefur hafist vinna við mótun atvinnustefnu til framtíðar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.og fleiri.
5. Stóraukið samráð við hagsmunasamtök á vinnumarkaði þar sem skipst hefur verið á skoðunum um ríkisfjármál, atvinnumál og stöðugleikasáttmála.
6. Hafið vinnu við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélaginu til að skilgreina vanda samtímans og framtíðarvalkosti í mikilvægum málaflokkum.
7. Hafið samráð við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um öfluga uppbyggingu á næstu árum til að efla atvinnulífið og berjast gegn atvinnuleysi.
8. Lagt fram á Alþingi frumvarp um eignaumsýslufélag á vegum ríkisins sem vista á þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem eiga í vandræðum.
9. Lagt fram frumvarp til eyða óvissu um framtíð sparisjóða, félagsform þeirra og réttindi stofnfjáreigenda og fleira sem varðar rekstrargrundvöll þeirra.
10. Lagt fram á Alþingi frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem afnemur skilyrði um ábyrgðarmenn.
11. Lagt fram á Alþingi frumvarp sem varðar breytingu á fiskveiðistjórnun og þar með taldar heimildir til handfæraveiða yfir sumartímann.
12. Lagt fram veglegan styrk til efla Nýsköpunarsjóð námsmanna til til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
13. Lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands sem meðal annars fela í sér fækkun ráðuneyta og skilvirkari og öflugri stjórnsýslu.
14. Skipað starfshóp til að endurskoða lög um stjórn fiskveiða með þátttöku allra stjórnmálaflokka á Alþingi og fjölmargra hagsmunasamtaka.
15. Lagt fram náttúruverndaráætlun til ársins 2013 til þess að stuðla að traustri verndun íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd á Íslandi.
16. Hafið endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka fyrr en áætlað var til að svara þeim spurningum sem nýlega hafa vaknað um þau.
17. Hafið vinnu við endurskoðun upplýsingalaga til að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að opinberum upplýsingum.
18. Hafið vinnu við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
19. Lagt fram frumvarp á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslur til þess að tryggja þjóðinni síðasta orðið í meiriháttar málum.
20. Lagafrumvarp samþykkt í ríkisstjórn sem felur kjararáði að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum, þannig að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
21. Tekið ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna í ríkisstjórn.
Fróðlegt verður að sjá hvernig síðari hluta mála ríkisstjórnarinnar reiðir af.
Föstudagur, 3. júlí 2009
Svíkja út atvinnuleysisbætur
Samkeyra á starfsmannaskrár fyrirtækja við atvinnuleysisskrá til að finna þá sem hafa atvinnu en þiggja atvinnuleysisbætur. Atvinnuleysisstjóður tapar mörg hundruð milljónum í ár verði ekki komið í veg fyrir að fólk svíki út atvinnuleysisbætur.
Hópar frá vinnumálastofnun og ríkisskattstjóra fara á næstunni í fyrirtæki til að kanna starfsmannaskrár sem síðan á að samkeyra við atvinnuleysisskrá. Þá verður sett af stað kynningarátak til að til að vekja athygli almennings málefninu og því að hægt sé að koma með nafnlausar ábendingar. Gissur Pétursson segir erfitt að gera sér grein fyrir umfangi svika innan atvinnubótakerfisins en ljóst sé að um háar upphæðir geti verið að ræða.
Nú þegar hefur Vinnumálastofnun borist um 200 ábendingar um hugsaleg svik. Þeir sem svíkja út atvinnuleysisbætur búast við að fá bakreikning frá atvinnuleysissjóði með 15% álagi.
Hópar frá Vinnumáleftirliti og Ríkisskattstjóra fara á næstunni í fyrirtæki til að kanna starfsmannaskrár sem síðan á að samkeyra við atvinnuleysisskrá. Atvinnuleysisjóður tapar í ár hundruðm milljóna náist ekki að girða fyrir svik á atvinnuleysisbótum.(ruv.is)
Það er gott,að tvö ráðuneyti taki höndum saman um að uppræta svik í atvinuleysisbótakerfinu. Það er óþolandi,að einhverjir leiki þann leik að svíkja út bætur þegar þeir eiga ekki rétt á þeim.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. júlí 2009
Opinberir starfsmenn fá kauphækkun um helgina
Skýrt var frá því í fréttum í dag,að BRSB mundi ná samningum um helgina um kauphækkun þeirra lægst launuðu innan BSRB,þ.e. þeirra,sem hefðu 200 þús. á mánuði og minna.Samkomulag er nánast komið. Málin standa þá þannig,að samið hefur verið um kauphækkun láglaunafólks á almennum vinnumarkaði og láglaunafólks innan BRSB. Verður þess að vænta,að í kjölfar þessa verði laun (lífeyrir) aldraðra og öryrkja einnig hækkuð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. júlí 2009
Norðmenn: Ekki skilyrði fyrir láni,að Ice save deilan leysist
Seðlabanki Noregs segist engin skilyrði hafa sett um lausn Icesave-deilunnar fyrir afgreiðslu láns til Íslands. Útborgun sé háð samþykki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Norskur sérfræðingur í bankamálum segir að kjör á láni norrænu seðlabankanna til Íslands virðist í fljótu bragði lakari og áhættusamari en kjörin á Icesave-láni Breta og Hollendinga.
Af hálfu Seðlabanka Noregs er sagt að engin skilyrði séu fyrir útborgun á láni til Íslands önnur en þau að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi fyrst samþykkt að greiða út aðra greiðslu sína til Íslands. Lán Norska Seðlabankans og hinna norrænu bankanna sé því ekki tengt afgreiðslu Icesave-samningsins. Því sé það Gjaldeyrissjóðsins að stíga næsta skref.
Harald Magnus Andreassen, helsti óháði sérfræðingur norskur í bankamálum, segir að kjörin á norrænu lánunum uppá 3,8% fljótandi vexti virðist í fljótu bragði lakari kjör en vextirnir á Icesave-láninu frá Bretum og Hollendingum.
Aðspurður um 5,5% fasta vexti segir Harald að það séu óvenju góð kjör því mörg fyrirtæki verði að greiða miklu meira. Kjörin bendi til að skuldatryggingarálagið á vextina sé lágt og innan fárra ára geti markaðsvextir verði orðnir hærri er 5,5%. Á hinn bóginn sé nokkuð hátt að byrja með 3,8% fljótandi vexti þegar markaðsvextir eru miklu lægri. Norrænu lánin geti því falið í sér meiri áhættu en Icesave-lánið.
Fljótt á litið virðast norrænu lánin hafa hærri vexti en lánið með 5,5% föstu vöxtunum, segir Harald. Skuldatrygginarálagið hlýtur að vera hærra þar. Hann telur þó að lánakjörin skipti ef til vill ekki mestu því svo há lán verði alltaf mjög íþyngjandi fyrir litla þjóð eins og Íslendinga, sama hvaða kjör bjóðast.(ruv.is)
Það er ágætt að vita,að það er ekki skilyrði fyrir láninu frá Noregi,að Ice save deilan leysist.Það verður að gera ráð fyrir að brugðið geti til beggja vona með afgreiðslu ríkisábyrgðar á alþingi. Nokkrir þingmenn VG eru óráðnir og 2-3 íhuga að greiða atkvæði á móti.Málið gæti því fallið.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. júlí 2009
Verður Kolbrún þjóðleikhússtjóri?
Skýrt er frá því í morgun,að Friðrik Zophusson láti af embætti forstjóra Landsvirkjunar í haust.Einhver bloggar í morgun,að Kolbrún Halldórsdóttir ætt að taka við. Ekki veit ég hvort það var skrifað í alvöru.En nær væri að Kolbrún yrði skipuð þjóðleikhússtjóri. Hún sækir um þar og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skipar í embættið.Kolbrún er menntaður leikari og hefur fengið góða reynslu af stjórnunarstörfum sem alþingismaður og ráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. júlí 2009
FME fær heimild til þess að sekta þá,sem brjóta gjaldeyrislögin
Fjármálaeftirlitið fær heimild til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á gjaldeyrislögum, samkvæmt nýju frumvarpi viðskiptaráðherra. Umræðum á Alþingi, um Icesave-ríkisábyrgð á að ljúka síðdegis.
Samkvæmt frumvarpinu, sem Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra mælti fyrir, verður refsivert að brjóta á gjaldeyrislögunum, en þegar lögin voru sett í haust fórst fyrir að kveða á um það. Ef brot eru meiri háttar vísar Fjármálaeftirlitið þeim til lögreglu.
Þá er í frumvarpinu lagt til að rannsóknarheimildir Fjármálaeftirlitsins verði auknar, en Fjármálaeftirlitinu verður nú heimilt að krefja einstaklinga og lögaðila um allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg. Lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum samkvæmt þessari grein.
Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, segja frumvarpið jákvætt, en miður að þörf sé á að grípa til frekari hafta til að koma í veg fyrir gjaldeyrisbrask. Þeir lýstu einnig áhyggjum af því að erfitt verði að vinna sig út úr þessum höftum.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, mælti fyrir nýju frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra skipi 3 saksóknara við embætti sérstaks saksóknara. Saksóknararnir 3 munu hafa sjálfstætt ákæruvald. Markmið frumvarpsins er að stórefla embætti sérstaks saksóknara svo að það verði færara um rannsaka refsiverða háttsemi í tengslum við hrun bankanna og um leið koma til móts við Evu Joly, sérstaks ráðgjafa um efnahagshrunið.
Fyrstu umræðum um frumvörpin er að ljúka. Umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave verður svo framhaldið í dag. Alls eru 11 þingmenn á mælendaskrá. Búist er við að umræðunni ljúki síðdegis og þá fer frumvarpið til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Fjárlaganefnd fer yfir gestalistann í dag og þá verður ákveðið hverjir fá frumvarpið til umsagnar. Viðtöl hefjast strax á mánudag.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun gera ráð fyrir að málsmeðferð taki að minnsta kosti 10 daga.(ruvl.is)
Það er nógu slæmt að vera með gjaldeyrishöft þó það bætist ekki við, að þau geri ekkert gagn þar eð lögin eru sniðgengin og menn skila ekki skilaskyldum gjaldeyri. Það verður að taka hart á brotum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. júlí 2009
Embætti sérstaks ríkissaksóknara stofnað
Fyrsta umræða um frumvarp dómsmálaráðherra um að nýtt embætti sérstaks ríkissaksóknara verði stofnað, auk þriggja sjálfstæðra saksóknara hefst á Alþingi í dag. Sérstakur ríkissaksóknari mun starfa við hlið sitjandi ríkissaksóknara, og sinna málum sem snúa að rannsókn bankahrunsins.
Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari hefur sagt sig frá þeim málum sem tengjast bankahruninu en sonur Valtýs er annar forstjóra Exista, sem var stærsti hluthafi í Kaupþingi hf. og fleiri félögum.
Frumvarpi dómsmálaráðherra er ætlað að stórefla embætti sérstaks saksóknara, í samræmi við ábendingar Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara.
Embætti sérstaks saksóknara tók til starfa í febrúar á þessu ári. Nokkur reynsla hefur fengist af starfsemi þessa nýja embættis og sýnir hún að stöðugt verður að hyggja að því hvort embættið þurfi rýmri heimildir eða styrkari umgjörð. Í mars sl. voru gerðar á lögunum nokkrar breytingar sem miðuðu að því að skýra og rýmka heimildir embættisins til að afla upplýsinga og gagna. Auk þess ákvað ríkisstjórnin að stórauka fjárveitingar til embættisins, að þær yrðu 275 milljónir króna á ári í stað þeirra 76 milljóna sem upphaflega var gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir að um 20 starfsmenn, þar með taldir erlendir sérfræðingar, kæmu að rannsókninni.
Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra verða fjárveitingar til embættisins auknar um 43 milljónir króna á ársgrundvelli, aðallega vegna launakostnaðar, og að hækkun útgjalda á þessu ári verði um helmingur þeirrar fjárhæðar. Ekki var gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum ársins 2009.
Sérstakur ríkissaksóknari verður stjórnsýslustigi ofar en Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari. Málum verður áfram vísað til Ólafs, og í framhaldi til hinna þriggja sjálfstæðu saksóknara sem munu stýra sinni rannsókn hver fyrir sig.
Í frumvarpi dómsmálaráðherra er að auki lagt til að lögum um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða verði breytt þannig að tilkynningar frá rannsóknarnefndinni um grun um refsiverða háttsemi eða hvort ekki eigi að ákæra þann sem býður nefndinni upplýsingar, berist til sérstaks ríkissaksóknara í stað ríkissaksóknara eins og nú er.(mbl.is)
Það er fagnaðarefni,að dómsmálaráðherra skuli hafa ákveðið að koma á fót embætti sérstaks ríkissaksóknara,sem fjalla á um mál tengd bankahruninu.Mun hinn nýi saksóknari starfa við hlið ríkissaksóknara. Einnig verður fjölgað sérstökum saksóknurum.
Björgvin Guðmundsson

Föstudagur, 3. júlí 2009
23,5 milljarðar lánaðir stjórnendum Kaupþings til hlutabréfakaupa
Tuttugu og tveir af stjórnendum og lykilstarfsmönnum gamla Kaupþings fengu samtala 23,5 milljarða króna að láni til að kaupa hlutabréf í bankanum.
Þetta kemur fram í lánabók bankans frá sumrinu 2006, sem DV hefur undir höndum og birtir upplýsingar úr í dag. Á stjórnarfundi í Kaupþingi í september í fyrra var ákveðið að fella niður persónulegar ábyrgðir af lánunum. Allir eru starfsmennirnir 22 hættir hjá bankanum að sögn blaðsins.(ruv.is)
Það er algerlega siðlaust,að stjórnendur Kaupþings skuli hafa skammtað sjálfum sér svona gífurlegar fjárhæðir til þess að geta keypt hlutabréf. Alls voru 50 milljarðar lánaðir til starfsmanna bankans í þessu skyni. Til þess að kóróna ósómann ákvað bankinn síðan að fella niður persónulegar ábyrgðir vegna lánanna!
BjörgvinGuðmundsson