Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Er IMF að draga Ísland á asnaeyrunum?
Það var mjög umdeilt á Íslandi sl. haust hvort leita ætti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF)um aðstoð eða ekki.Margir voru alveg a móti því svo sem Ögmundur Jónasson og Davið Oddsson .Aðrir hvöttu ákaft til þess eins og Þorvaldur Gylfason prófessor.Niðurstöðuna þekkja allir.Þeir sem andvígir voru töldu það niðurnægjandi að leita til IMF og t.d. Ögmundur benti á,að IMF hefði hagað sér illa við mörg ríki í S-Ameriku og í Asíu. Þess hefði m.a. verið krafist að félagslega kerfið yrði skorið niður. Þessu trúðu menn tæpast.
Núverandi ríkisstjórn hefur lagt sig fram um að uppfylla skilyrði IMF. En allt kemur fyrir ekki.Það er alveg sama þó ríkisstjórnin gangi að skilyrðum IMF það gildir einu. Stjórn IMF þarf að sýna vald sitt og niðurlægja Ísland. Það hefur meira en svo hvarflað að mér,að við ættum að skila láni IMF sem liggur óhreyft á banka í New York.Við mundum þá líka afþakka lánin frá Norðurlöndunum. í staðinn mundum við snúa okkur að ríkjum sem vildu lána okkur án skilyrða,svo sem til Japan,Kína,Kanada,Póllands og fleiri ríkja.
Lán frá IMF og frá Norðurlöndum áttu að vera til þess að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og gera okkur kleift að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti.Það hefur ekki gerst enn og óvíst er hvenær það gerist.Það eru 8 1/2 mánuður síðan við fengum lán frá IMF.Það hefur ekki skipt okkur neinu máli enn.Ég veit ekki hvort við eigum samleið með IMF eða ekki.Þetta er ekki stofnun mér að skapi. Vissulega verðum við Íslendingar að koma peningamálum okkar í lag. Við getum það án skilyrða IMF. Við getum það af eigin rammleik.
Björgvin Gu ðmundsson
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Byggðakvótinn óbreyttur
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að byggðakvótinn verði 3.885 tonn næsta fiskveiðiár, verði ekki skertur þrátt fyrir strandveiðar. Nýjar reglugerðir vegna veiða í atvinnuskyni voru undirritaðar í dag.
Þá verður 500 tonnum bætt við ýsukvótann til línuívilnunar. Og segir í fréttatilkynningu að línuívilnun sé fyrirkomulag sem þykir hafa í aðalatriðum tekist vel og sé atvinnuskapandi. Og þyki því rétt að auka vægi hennar nokkuð.
þá hefur verið gefin út reglugerð til stuðnings skel- og rækjubátum sem hafa orðið fyrir verulegri skerðingu aflaheimilda.
En vísað er til þess að nú sé að hefjast endurskoðun fiksveiðistjórnunarkerfisins og hljóti þessi þáttur að koma til endurskoðunar líkt og annað.
Samtals nema þær heimildir sem hér um ræðir 10.473 þorskígildistonnum og dragast frá heildarúthlutun.(mbl.is)
Það eru góðar fréttir,að byggðakvótinn skuli óbreyttur.Reiknað var með því í fyrstu ,að byggðakvótinn yrði skertur vegna stranveiðanna en svo verður ekki.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Lán IMF frestast vegna Ice save!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands vegna þess að Icesave-málið svokallaða er ennþá óleyst. Fundurinn sem boðaður hafði verið þann 3. ágúst er ekki lengur á dagsrká.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að taka fyrir efnahagsáætlun Íslands. Á heimasíðu sjóðsins er ekki lengur að finna áður boðaðan fund þar sem málefni Ísland átti að vera tekið fyrir.
Haft er eftir Carolin Atkinson, talsmanni sjóðsins á fréttaveitunni Bloomberg, að Íslendingar verði að leysa Icesave-málið til að setja ekki af stað aftur alþjóðlega andúð sem varð á sínum tíma til þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á íslenska banka.
Fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslendinga hefur því frestast. Það þýðir að önnur greiðsla lánsins frá AGS til Íslands mun frestast.
Unnið var að því í fjármálaráðuneytinu langt fram á kvöld í gær að fá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands á mánudag, eins og stefnt var að. Það var ljóst nú fyrir stundu að sjóðurinn ætlar sér ekki að taka mál Íslands fyrir þrátt fyrir að gríðarleg áhersla hafi verið lögð á það af hálfu íslenskra stjórnvalda að endurskoðuninni yrði ekki frestað frekar.
Engin lán berast frá sjóðnum eða Norðurlöndum fyrr en áætlunin hefur verið endurskoðuð. (ruv,is)
Talsmenn IMF hafa keppst við að segja,að ekkert samband væri á milli aðstoðar IMF og Ice save samkomulagsins. En það eru ósannindi.Nú hafa borist fregnir af því, að önnur greiðsla láns IMF frestist þar eð ekki sé búið að leysa Ice save deiluna. Það er búið að ljúga stanslaust að Íslendingum í þessu máli.Málið er mjög einfalt: Bretar og Hollendingar og fleiri áhrifaþjóðir í ESB beita áhrifum sínum hjá IMF til þess að stöðva lánveitingar til Íslendinga á meðan Ísland hefur ekki samþykkt Ice save málið á alþingi.Ísland á rétt á aðstoð IMF ,þar eð Ísland er aðili ao sjóðnum og borgar til hans. En samt er beitt bolabrögðum gegn Íslandi og komið í veg fyrir,að Ísland fái eðlilega fyrirgreiðslu. Skyldi vera eins staðið að málum ef Þýzkaland eða Bretland væri að sækja um aðstoð hjá IMF?
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Gengi krónunnar að verða eins lágt og við hrunið
Gengi krónunnar hefur verið að lækka í morgun í fremur litlum viðskiptum. Nemur lækkunin 0,7%. Gengisvísitalan er í 236,7 stigum og í sínu hæsta gildi á árinu. Krónan hefur því ekki áður verið lægri á þessu ári. Kostar evran nú tæplega 182 krónur og er hún einungis 6 krónum frá því að vera jafn dýr og hún varð dýrust eftir bankahrunið í október á síðasta ári.
Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að eftir tímabil stöðugleika frá því í upphafi júní síðastliðinn hefur krónan verið að lækka í þessari viku samtals um 2,0%.
Króna hefur verið að lækka í verði þrátt fyrir mikil gjaldeyrishöft, inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði, umtalsverðan mun á innlendum og erlendum vöxtum og mikinn afgang af vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd. Lítil trú er á krónunni og talsverðar væntingar um frekari lækkun hennar.
Hvorutveggja gerir það að verkum að vilji fjármagnseigenda til að halda krónunni er lítill. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri hafa verið lítil og litlar fjárhæðir þarf því til að hreyfa gengi krónunnar nokkuð. (visir.is)
Þetta eru skuggalegar staðreyndir. Það virðist ekkert koma fram af því sem spáð var,að gengið mundi styrkjast.Þrátt fyrir allt sem gert hefur verið til þess að endurreisa bankana,umsókn um ESB og fleira hefur gengið ekkert styrkst.Nú er sagt,að neikvæð afstaða IMF valdi lækkun á genginu.Hvaða gagn er í IMF?
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Launalækkun skrifstofustjóra 5-8%
Næsta laugardag, fyrsta ágúst, tekur gildi launalækkun hjá skrifstofustjórum, samkvæmt ákvörðun kjararáðs frá því í gær.
Skrifstofustjórum er samkvæmt þessu skipt í þrjá flokka. Þá sem eru staðgenglar ráðuneytisstjóra, með tæpar 660.000 krónur á mánuði, þá sem stýra skrifstofum og heyra beint undir ráðuneytisstjóra, með um 638.000 krónur á mánuði og að lokum þá sem ekki stýra skrifstofum og heyra undir annan skrifstofustjóra eða sviðsstjóra, með um 617.000 krónur á mánuði.
Launin eru miðuð við fullt starf og þannig ákveðin að ekki komi til frekari greiðslna nema það sé sérstaklega ákveðið. Að sögn Guðrúnar Zoëga, formanns kjararáðs, þýðir þetta að laun skrifstofustjóra lækka almennt um fimm til átta prósent, þótt frávik frá því geti verið í báðar áttir, enda störf mismunandi skrifstofustjóra ólík.(mbl.is)
Það er slæmt að þurfa að lækka laun en eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu verður ekki hjá því komist að lækka hæstu launin.Það er það sem kjararáð er nú að gera.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
58,5% styðja aðildarviðræður
Meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins sagðist fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB). Alls sögðust 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi viðræðum, en 41,5 prósent sögðust andvíg þeim.
Þegar þeir sem sögðust óákveðnir eða vildu ekki svara eru teknir með eru 51 prósent fylgjandi viðræðum, 36,1 prósent á móti, 12,1 prósent óákveðnir og 0,8 prósent vildu ekki svara.
Skiptar skoðanir eru innan allra stjórnmálaflokka um ágæti aðildarviðræðna, en meirihluti stuðningsmanna beggja stjórnarflokka styður viðræðurnar. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hins vegar andvígur aðildarviðræðum.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 89,1 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar styðja viðræðurnar, og 56,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Af þeim sem sögðust myndu kjósa Borgarahreyfinguna voru 58,3 prósent fylgjandi viðræðum.
Alls voru 46,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn fylgjandi viðræðum, en 53,6 prósent á móti. Um 39,3 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sagðist styðja aðildarviðræður, en 60,7 prósent sögðust á móti.
Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Alls tók 87,1 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.(visir,is)
Samkvæmt þessari könnun er nú öruggur meirihluti fylgjandi viðræðum um aðild að ESB.Þessi meirihluti hefur aukist.Það er athyglisvert þrátt fyrir miklar deilur um málið.
Björgvin Guðmundsson