Laugardagur, 4. júlí 2009
Tugþúsundir launþega fá kauphækkun
Það glymur nú í hverjum fréttatíma útvarps og sjónvarps að launþegar fái kauphækkun frá 1.júlí,20 þús. kr. í áföngum.Enda þótt ekki sé um háar tölur að ræða munar um þessar hækkanir hjá þeim lægst launuðu,sem margir hafa aðeins 150 þús. á mánuði.
En hvernig má það vera að laun aldraðra og öryrkja skuli lækkuð á sama tíma og laun á almennum markaði eru hækkuð.Hér virðist vera um mistök að ræða. Er þess að vænta,að laun aldraðra og öryrkja verði leiðrétt fljótlega og þau hækkuð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. júlí 2009
Sykurskattur of erfiður í framkvæmd
Nýsamþykkt lög þess efnis að taka skuli upp vörugjöld á matvöru þann 1. september, eru sambærileg við þau sem felld voru niður í mars 2007 að öðru leyti en því að þau verða nú tvöfölduð. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra lýsti því hins vegar yfir 14. maí síðastliðinn að hann vildi setja sérstakan skatt á sykraða gosdrykki til að bregðast við slæmri tannheilsu íslenskra barna.
Indriði segir að ekki hafi verið lagt upp með breytingarnar sem sykurskatt, þó þau sjónarmið væru viðurkennd af hálfu ráðuneytisins. Lagt hafi verið til að að færa vörur sem voru áður í lægra virðisaukaþrepi, aftur upp á þeim forsendum að það væri ekki ástæða til að vera með ívilnandi skattlagningu eins og lægra þrepið er.
Sykurskattssjónarmiðið var því aldrei ráðandi í þessu þó það væri meðvirkandi, segir Indriði. Síðan er það ákvörðun efnahags- og skattanefndar að fara heldur aðra leið sem líka hafði komið til álita á svipuðum forsendum, að taka upp og auka-álagningu samkvæmt gamla vörugjaldskerfinu sem líka hafði verið lagt af að hluta.
Indriði segir að sé farið út í eiginlega sykurskattlagningu kosti það miklar breytingar, ekki bara í skattkerfinu, heldur einnig í tollaskrá, þar sem kljúfa þyrfti upp vörunúmer og vöruflokka.(mbl.is)
Skiptar skoðanir eru um sykurskatt.Margir eru þó þeirrar skoðunar,að draga megi úr neyslu sykurs,sælgætis og gosdrykkja.Sú skattlagning,sewm nú hefur verið ákveðin með hækkun vörugjalda er ef til vill ágætis millileið.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 4. júlí 2009
Verðum við að borga Ice save?
Ég hefi verið að smásnúast í Ice save málinu. Mér hefur aldrei fundist að okkur bæri skylda til þess að borga Ice save reikningana, ekki samkvæmt tilskipun ESB og ekki samkvæmt íslenskum lögum um innistæðutryggingar.Ég er enn þeirrar skoðunar. En ég tel nú samt,að sennilega sé eina leiðin til þess að komast frá málinu að samþykkja samkomulag það sem gert hefur verið.Ef við fellum samkomulagið er ekki víst,að við fengjum betri samning í staðinn,ef til vill verri.
Margir segja,að samkomulagið verði okkur ofviða. Ef til vill er það rétt.Það kemur ekki í ljós fyrr en við sjáum hvað mikið kemur út úr sölu eigna Landsbankans,sem eiga að renna upp í Ice save.Það sést ekki fyrr en eftir 7 ár.Ef við teljum eftir 7 ár,að við ráðum ekki við greiðslurnar verður að taka samninginn upp og endurskoða hann.
Svo virðist sem dómstólaleiðin sé ófær eða illfær.Ekki næst samkomulag um dómstól,sem gæti skorið úr um málið.Þá er aðeins sú leið eftir að borga ekki og láta Breta og Hollendinga innheimta kröfur fyrir dómstólum.Við erum komin of langt á samningabrautinni svo unnt sé að fara þá leið.
Samkomulag fyrrum fjármálaráðherra við Hollendinga og samkomulag um samningsviðmið sem rikisstjórn Geirs H.Haarde skrifaði undir setti málið í samkomulagsferil,sem ekki verður snúið frá.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 4. júlí 2009
BRSB fær hækkun frá 1.júlí. Hvað með eldri borgara og öryrkja?
BSRB og ríkið undirrituðu í gærkvöld nýjan kjarasamning sem gildir út nóvember á næsta ári. Í honum felast leiðréttingar á lægstu launum.
Laun undir 180 þúsundum hækka um 6750 krónur frá fyrsta júlí og um sömu upphæð fyrsta nóvember. Hærri laun hækka minna og laun yfir 210 þúsundum hækka ekkert.
Annað gildir um hækkunina fyrsta júní á næsta ári
en þá hækka öll laun undir 310 þúsundum.
Þá hækkar desemberuppbót og verður 45.600 í ár og 46.500 á næsta ári. Orlofsuppbótin hækkar þá einnig í í 25.800. Þau stéttarfélög sem hafa samið um hærri orlofsuppbót halda henni.
Launahækkun frá 1. júlí 2009
137.656 179.999 kr. ...................................6.750 kr.
180.000 184.999 kr. ...................................5.800 kr.
185.000 189.999 kr. .................................. 4.800 kr.
190.000 194.999 kr. ...................................3.900 kr.
195.000 199.999 kr. ...................................2.900 kr.
200.000 204.999 kr. ...................................1.900 kr.
205.000 209.999 kr. .................................. 1.000 kr.
Launahækkun 1. nóvember 2009
144.406 179.999 kr. ...................................6.750 kr.
180.000 184.999 kr. ...................................5.800 kr.
185.000 189.999 kr. .................................. 4.800 kr.
190.000 194.999 kr. ...................................3.900 kr.
195.000 199.999 kr. ...................................2.900 kr.
200.000 204.999 kr. ...................................1.900 kr.
205.000 209.999 kr. .................................. 1.000 kr.
Launahækkun 1. júní 2010
151.156 284.999 kr. ...................................6.500 kr.
285.000 289.999 kr. ...................................5.500 kr.
290.000 294.999 kr. ...................................4.500 kr.
295.000 299.999 kr. ...................................3.500 kr.
300.000 304.999 kr. .................................. 2.500 kr.
305.000 309.999 kr. .................................. 1.500 kr.
(ruv.is)
Starsgreinasambandið skrifaði einnig undir samkonar kjarasamning við ríkið í gær.Bæði BRSB og Starfsgreinasambandið fá svipaðar hækkanir og ASÍ fékk. Ekki verður lengur komist hjá því að láta aldraðra og öryrkja fá sams konar hækkanir.
Björgvin Guðmundsson