Er verið að koma auðlindum okkar á Reykjanesi í hendur erlendra aðila?

Viðskipti hefjast á morgun með bréf í Magma Energy, kanadíska fyrirtækinu sem ætlar í samstarf við Geysi Green Energy um kaup á HS Orku. Enginn Íslendingur er meðal hundrað stærstu eigenda Magma, en hlutafjárútboði þess er nýlokið.

Magma energy er ekki gamalt í hettunni,  það var stofnað á síðasta ári, en fór í 100 milljón dollara hlutafjárútboð í sumar. Því lýkur formlega á morgun  og þá hefjast viðskipti með bréf í fyrirtækinu í Kauphöllinni í Toronto í Kanada. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru um 80 fagfjárfestar sem tóku þátt í þessu hlutafjárútboði og þeir skráðu sig fyrir um 90% af hlutafénu sem í boði var, þar á meðal voru engir íslenskir aðilar samkvæmt heimildum fréttastofu.

Eftir því sem næst verður komist eru engir íslendingar meðal 100 stærstu eigenda fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu ætlar Magma energy í samstarf við Geysi Green energy um kaup á hlut Reykjanesbæjar í HS orku, áform sem eru umdeild, svo ekki sé meira sagt, til að mynda í Grindavík.

Bæjarstjóri Grindavíkur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir og formaður bæjarráðs, Petrína Baldursdóttir, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun, þar sem þær furða sig á því að íslenska ríkið verði helsti gerandi þess að koma auðlindum landsins í hendur erlendra aðila í gegnum Íslandsbanka og Geysi Green. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green sagði í samtali við fréttastofu að í þessum viðskiptum væri verið að fara eftir gildandi lögum, þar á meðal um leigutíma auðlinda.  (ruv.is)

Ég tek undir áhyggjur forsvarsmanna Grindavíkur.Það þarf að fara varlega þegar um það er að ræða að selja útlendingum hlut í orkufyrirtækjum okkar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ríkið þarf að leggja 280 milljarða í bankana

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli. Að auki eru gerðar ríkari kröfur til eiginfjárhlutfalls íslensku bankanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi um íslenska bankakerfið nú í hádeginu.

Alþjóðlegt eiginfjárhlutfall banka í samræmi við Basel-reglurnar er 8 prósent en nýju íslensku bankarnir þurfa að búa við 12 prósenta eiginfjárhlutfall. Gunnar segir að þetta hlutfall sé geysilega hátt en nauðsynlegt til að tryggja stöðugleika nýja bankakerfisins. Að auki hefur fjármálaeftirlitið endurskipulagt álagspróf sín og telur Gunnar að nýju bankarnir geti þolað mikil áföll og djúpa efnahagslægð í framtíðinni.

Fármálaeftirlitið hafi látið framkvæma ítarlega úttekt á nýju bönkunum þar sem sérstök áhersla hafi verið lögð á útlánaáhættu. „Útlánaáhættan er talsverð vegna óvissu um gæði útlána bankanna sem flutt voru úr gömlu bönkunum og yfir í þá nýju." Áætlanir gera ráð fyrir því að ríkið þurfi að setja um 280 milljarða inn í nýju bankana.

Lykiláhersla var lögð á það að nýju bankarnir væru lausir við pólítíska hagsmuni og þeir stjórnarmenn og stjórnendur sem kæmu til með að stýra nýju bönkunum yrðu valdir af kostgæfni. Þeir hefðu mikla sérþekkingu og væru virtir á þeim vettvangi sem um ræðir. „Við þurfum að búa til bankakerfi til framtíðar, við viljum ekki sjá annað bankahrun og því verður farið varlega í sakirnar," sagði Gunnar Andersen (visir.is)

Þetta er svipað fjármagn og áður hefur verið talað um.Fagna ber þvi,að vanda eigi vel til bankanna og tryggja stöðugleika þeirras.

Björgvin Guðmundsson


Er Davíð kominn í stjórnmálin á ný?

Öll forsíða Morgunblaðsins í gær er lögð undir viðtal við Davíð Oddsson,þar sem hann mælir eindregið gegn Ice save samkomulaginu og hann gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega eins og hann sé kominn í stjórnmál aftur. Til viðbótar eru síðan tvær heilar síður innan í blaðinu lagðar undir viðtal við D.O. og þar er áfram rekinn áróður gegn Ice save og ríkisstjórninni.
Rök Davíðs  gegn samkomulaginui við Ice save eru þau sömu og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hefur flutt,þ,.e. þau ,að samkvæmt tilskipun ESB beri íslenska ríkinu ekki að borga.Davíð segir,að Bretar og Hollendingar eigi að sækja kröfur sínar fyrir íslenskum dómstólum.Hann bætir við þeirri röksemd,að  frá sjónarmiði Breta og Hollendinga,sem telji ,að ´´islenska ríkið sé ábyrgt þurfi ekki ríkisábyrgð þar eð þeir telji íslenska ríkið bera ábyrgð..
Davíð sendi Geir Haarde bréf í oktober sl. og mælti gegn samkomulagi um Ice save en í nóvewmber skrifaði hann undir samk omulag við IMF ásamt þáverandi fjármálaráðherra. en samkomulagið gerði ráð fyrir að samið yrði við Breta og Hollendinga um Ice save!.
Björgvin Guðmundsson

Gott framtak Ingu

Morgunblaðið segir frá því  í áberandi frétt á baksíðu í dag,að Inga Jessen  hafi gripið til þess ráðs í atvinnuleysinu að búa til ferðasíðu,einkum fyrir útlendinga.Inga safnaði saman á einn stað upplýsingum um allt sem er ókeypis í Reykjavík.Hún hefur tekið myndir til þess að birta með upplýsingunum og skrifað allan texta sjálf.Afraksturinn hefur nú séð dagsins ljós:Vefsíðan www.freecitytravel.com Hún er á ensku en síðar meir verður síðan einnig á íslensku.

Ég óska Ingu til hamingju með síðuna. Hún er nágranni minn,býr í sama sambýlishúsi og ég.

 

Björgvin Guðmundsson


Dó Mickael Jackson úr áhyggjum?

Áhyggjur og streita vegna mörg hundruð milljóna dollara skuldabagga drógu Michael Jackson til dauða. Þetta segir einkaþjálfari hans, Lou Ferrigno, og vísar því alfarið á bug að söngvarinn hafi verið illa á sig kominn vegna lyfjaneyslu. Þvert á móti hafi Jackson verið í toppformi og æft af krafti fyrir væntanlegt tónleikaferðalag sitt. Þrátt fyrir að hann hafi aldrei borðað meira en eina máltíð á dag segir Ferrigno að Jackson hafi bætt sér það upp með fæðubótarefnum og verið vel á sig kominn. Hann hafi hins vegar verið langt leiddur af skuldaáhyggjum.( visir.is)

Þetta er athyglisverð kenning hjá þjálfaranum. En ef til vill er hún rétt.Það var búið að hundelta Jackson í fjölmiðlum um langt skeið og ausa hann auri. Áhyggjur hana af skuldum hafa verið miklar en hann hefur áreiðanlega einnig haft áhyggjur af illu umtali.Ég spái því,að Jackson verði mikils metinn í framtíðinni. Tónlist hans mun lifa.

 

Björgvin Guðmundsson


 


Reiknar með 9% atvinnuleysi á næsta ári

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunnar, reiknar með 9% atvinnuleysi að jafnaði á næsta ári. Nú eru alls 17.000 atvinnulausir á landinu en þeim hefur fækkað nokkuð frá því að mest var í vetur.

Gissur segir aðeins hafa dregið úr atvinnuleysi nú í byrjun sumar frá því sem mest var í vetur. „Nú er hábjargræðistíminn og allt ætti að öllu venjulegu að vera á fullu núna. Atvinnuleysi hefur lækkað aðeins síðan í júní en engu að síður er ástandið svona og ekki bjart framundan." Sagði Gissur á Morgunvaktinni á rás 2 í morgun.

Aðspurður segir Gissur erfitt að segja til um það hvort búast megi við annarri atvinnuleysishrinu með haustinu. Þó megi búast við því að atvinnuleysistölur þokist upp á við með haustinu og búast megi við 9% atvinnuleysi að jafnaði næsta vetur.

Eins og fram hefur komið í fréttum um helgina fékk Vinnumálastofnun tilkynningar um fjórar hópuppsagnir um mánaðarmótin þar sem alls var sagt upp 360 manns.( ruv.is)

Atvinnuleysið er mikið böl.Og mér finnst stjórnvöld ekki hafa gert nægilega mikið til þess að  draga úr því. Ríkið þarf að gera ráðstafanir til atvinnuaukningar.Það borgar sig.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 6. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband