Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Rikið hefur eignast Sjóvá að fullu
Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að taka þátt í endurskipulagningu á vátryggingastarfsemi Sjóvár. Ríkissjóður hefur keypt 73% hlut í Sjóvá gegnum dótturfélag Glitnis. Þar að auki á Glitnir sjálfur 18% og Íslandsbanki 9%. Fyrir hlut ríkisins eru greiddir 11,6 milljarðar kr.
Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að með aðkomu sinni hefur ríkissjóður aðstoðað við að tryggja hagsmuni almennings.
Í þessu skyni hefur ríkissjóður selt SAT eignarhaldsfélagi hf sem er dótturfélag Glitnis, kröfur sem ríkissjóður eignaðist við fall viðskiptabankanna í október síðastliðnum. Meðal seldra krafna eru kröfur á Askar Capital dótturfélag Milestone samstæðunnar. Sala þessara krafna er mikilvægur liður í aðskilnaði vátryggingastarfsemi Sjóvár og fjárfestingu tengdri fasteignaverkefnum.
Söluverð krafnanna er 11,6 milljarðar sem skulu greiðast innan 18 mánaða eða við sölu Sjóvár. Stefnt er að því að rekstur vátryggingafélagsins Sjóvár fari í formlegt söluferli á næstu mánuðum.
Í greiðslufrestinum sem ríkissjóður veitir eru hlutabréfin sem SAT eignarhaldsfélag hf. eignast við endurskipulagningu Sjóvár veðsett til tryggingar skilvísri greiðslu en um er að ræða 73% hlut í vátryggingafélaginu Sjóvá.
Sala þessara krafna er þáttur í þeirri vinnu sem fer fram í fjármálaráðuneytinu við að hámarka verðgildi þeirra eigna sem ríkissjóður fékk við fall bankanna í október 2008. (visir.is)
Það er ekki æskilegt,að ríkið eigi Sjóva til frambúðar en með útspili sínu hefur ríkið forðað gjaldþroti fyrirtækisins. Fyrri eigiendur höfðu braskað svo með fyrirtækið að það var komið á vonarvöl.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Öryggi starfsmanna Kaupþings ógnað
Engar ákvarðanir hafa verið teknar um afskriftir á skuldum Björgólfsfeðga við Nýja Kaupþing. Segir í tilkynningu frá bankanum að öryggi starfsmanna hafi verið ógnað og því sé bankanum skylt að upplýsa um það en óheimilt sé með lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina.
Vegna umfjöllunar fjölmiðla í gær og í dag um uppgjör skulda ákveðinna lántakenda hjá Nýja Kaupþingi óskar bankinn eftir að taka fram að starfsmönnum, bankastjóra og stjórn bankans er óheimilt skv. lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina.
Í ljósi þess að öryggi starfsmanna bankans hefur verið ógnað telur bankinn sér skylt að upplýsa eftirfarandi: Í máli sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafa engar ákvarðanir um afskriftir verið teknar. Bankinn ítrekar að í hverju máli er unnið eftir ítarlegum verklagsreglum og að lögð er mikil áhersla á sanngjarna málsmeðferð öllum til handa," að því er segir í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi.
Björgvin Guðmundsson

Miðvikudagur, 8. júlí 2009
ESB úr utanríkismálanefnd í dag?
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vonast til þess að hægt verði að afgreiða þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu út úr nefndinni í dag. Málið er á dagskrá nefndarinnar klukkan 18 síðdegis.
Ályktunartillagan var fyrst lögð fyrir þingið undir lok maí, en stjórnarandstaðan lagði jafnframt fram eigin tillögu um málið. Árni segir þó ganga ágætlega að samræma vilja beggja. Til dæmis hafi nefndin unnið að greinargerð og vegvísi að umsókn í samræmi við vilja stjórnarandstöðunnar.
Það má segja að það sé ágætur samhljómur um mjög marga hluti, en líka ágreiningur um viss atriði," segir Árni. Hann segir einkum standa út af hvernig farið verði með staðfestingu á hugsanlegum aðildarsamningi, tímasetningu á þjóðaratkvæðagreiðslu og öðru í sama dúr.
Árni segist þó stefna að því að geta lagt málið fram á þingi á morgun.
Utanríkismálanefndin hefur haft í nógu að snúast, enda einnig með Icesave á sinni könnu. Nefndin heldur áfram að fá gesti á sinn fund í dag og á morgun, en á gestalistanum eru meðal annarra lögfræðideild seðlabankans og sendiherra Íslands í London og Hollandi.(mbl.is)
Árni Þór er bjartsýnn . Vonandi verður honum að ósk sinni. Það er kominn tími til að alþingi afgreiði ESB málið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Mælir hryðjuverkalögunum bót!
Eiríkir Stefánsson,sem oft hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, segir á Útvarpi Sögu í morgun,að það hafi verið eðlilegt að breska stjórnin setti hryðjuverkalög á okkur.Lögin hafi verið sett gegn Landsbankanum og hafi verið eina leiðin til að stöðva bankann,m.a. vegna Ice save. Þetta er rangt hjá Eiríki.Breska stjórnin sagðist hafa sett lögin,þar eð Ísland vildi ekki borga Ice save og Darling,fjármáráðherra Breta vitnaði í því sambandi í viðtal við þáverandi fjármálaráðherra Íslands. Íslenski ráðherrann hefði sagt,að Ísland ætlaði ekki að borga. Þetta var fölsun. Íslenski fjármálaráðherrann hefði þvert á móti sagt,að Ísland mundi standa við skuldbindingar sínar.
Hryðjuverkalögin bresku hefðu verið sett gegn Íslandi og hefðu stórskaðað Ísland. Fyrstu áhrifin hefðu verið þau að setja Kaupþing á hausinn og stöðva starfsemi þess í Bretlandi. Lögin hefðu ekki sérstaklega lent á Landsbankanum. Bankinn hefði verið kominn i þrot þegar lögin voru sett.
Ég tel,að Bretar séu skaðabótaskyldir vegna beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Þeir eiga vegna þeirra að greiða Íslandi háar skaðabætur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands minnist Michaels Jackson
Ivars Godmanis, fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands og nýkjörinn þingmaður á Evrópuþinginu, mun minnast Michaels Jackson, í tveimur útvarpsþáttum um helgina. Godmanis er mikill tónlistaráhugamaður.
Þættirnir verða sendir út á SWH útvarpsstöðinni í Lettlandi á laugardag og sunnudag en útsendingartíminn er fimm klukkustundir.
Godmanis, 57 ára, var í síðasta mánuði kjörinn á Evrópuþingið en hann hefur tekið að sér dagskrárgerð af og til síðustu tvo áratugina eða jafn lengi og hann hefur tekið þátt í stjórnmálum.
Godmanis varð fyrsti forsætisráðherra Lettlands eftir að ríkið fékk sjálfstæði. Hann var forsætisráðherra landsins frá 1990-1993, fjármálaráðherra 1998-1999. Í desember 2007 tók hann aftur við embætti forsætisráðherra en hraktist frá völdum í janúar sl. þegar efnahagskreppan skall á af fullum þunga í landinu.(mbl.is)
Þetta er athyglisvert og leiðir í ljós,að Michael Jackson átti alls staðar aðdáendur,ekki aðeins meðal tónlistarmanna,heldur í öllum stéttum.Ég horfði á minningarathöfnina um Jackson í Los Angeles í gær. Hún fór vel fram og þar komu fram margir heimsþekktir tónlistarmenn sem minntust Mickaels Jackson,m.a. með tónlistarflutningi.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Magma ætlar ekki að verða ráðandi í HS Orku
Kaupin eru hluti af stærra samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy (GGE). Ef af þeim verður mun GGE eiga rúmlega helmingshlut í HS Orku.
Beaty leggur mikla áherslu á að Magma Energy ætli sér ekki að verða ráðandi aðili í HS Orku sem stendur og hafi engin áform um að skipta sér af rekstri orkuvera fyrirtækisins.
Hlutur okkar gæti orðið stærri, en þetta var sá hlutur sem var í boði núna. Eftir að þetta skref klárast gætu skapast tækifæri til að auka eignarhlut okkar lítillega en við verðum bara að horfa á þau þegar þau bjóðast. Það er ekki rétt að gera það í dag. Við ætlum okkur ekki að koma með neinum hætti að rekstri virkjana HS Orku. Þau eru rekin af einhverjum færustu jarðvarmasérfræðingum í heimi. Þar höfum við engu við að bæta. Við ætlum okkur heldur ekki að falast eftir fulltrúa í stjórn félagsins. En það sem við getum bætt við þetta er fjármagn. Við getum bætt við tækifærum fyrir þá Íslendinga sem starfa í þessum jarðvarmageira til að taka þátt í verkefnum á alþjóðavísu. Takmark mitt er að byggja upp heimsklassa fyrirtæki, segir forstjórinn. Beaty staðfestir að Magma Energy hafi verið í sambandi við Arctica Finance, sem sér um mögulega sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðar í HS Orku, en saman eiga þessir aðilar um 32 prósent. Ég held reyndar að þeir [innsk. blaðam. OR] hafi sent upplýsingar sínar til um 30 fyrirtækja og við vorum bara eitt þeirra. Það eru margir aðrir sem gætu verið áhugasamir um að kaupa þann hlut. En það eru önnur tækifæri innan HS Orku til að auka hlut okkar lítillega með því að setja aukið fjármagn inn í fyrirtækið í gegnum hlutafjáraukningu. Með því værum við að hjálpa öllum hluthöfum fyrirtækisins. (mbl.is)
Það er út af fyrir sig gott,að Magma Energy stefni ekki að því að eignast ráðandi hlut í HS Orku.Hins vegar er ljós,að eftir að félagið er komið þarna inn getur .það alltaf stækkað hlut sinn. Það þarf að fyljgast vel með þessum málum og koma í veg fyrir,að Magma eignist of stóran hlut.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Lagaprófessor líst ill á niðurfellingu
Verði Kaupþing við ósk Björgólfsfeðga um að fella niður helming skulda þeirra við bankann getur það skapað öðrum skuldurum fordæmi, segir lagaprófessor.
Sigurður Líndal lagaprófessor óttast að það skapi fordæmi fyrir aðra skuldara samþykki Kaupþing ósk Björgólfsfeðga að greiða um þrjá milljaðra króna af þeim sex milljörðum sem þeir skulda bankanum.
Fréttablaðið sagði frá því um í gær að Björgólfsfeðgar hefðu gert Kaupþingi tilboð um að greiða helming skuldar sinnar við bankann. Í kjölfarið sagði Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands, að hann óttaðist að borgarastyrjöld brytist út samþykki stjórn Kaupþings að ganga að tilboði feðganna. Sigurður Líndal lagaprófessor segir í raun ekkert ólöglegt við það að semja um skuldir. Hann hræðist hins vegar afleiðingarnar í þessu tilfelli rétt eins og Vilhjálmur.
Ef maður getur ekki greitt skuldir sínar þá á kröfuhafinn um það að velja að setja menn í gjaldþrot, gera nauðasamninga einhverskonar, eða þá að taka tilboði um að greiða hluta skuldarinnar," segir Sigurður sem óttast það fordæmi sem gæti skapast. Þeir sem hafa fullar hendur fjár, þeir gætu hugsað sem svo að aðrir sleppa og hvers vegna ættu þeir ekki að gera það líka. Ég held að þetta myndi verða ákaflega óheppilegt." (ruv.is)
Ég er sammála Sigurði Líndal.Það gæti skapað mjög óheppilegt fordæmi ef Björgólfsfeðgar fengju 3 milljarða niðurfellingu skulda í Kaupþingi.Það mundi skapa mikla ólgu í þjóðfélaginu og kröfu um að allir skuldarar fengju 50% niðurfellinhu skulda.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Hvernig reiðir stóru málunum af á alþingi?
Forseti alþingis segir frá því í gær,að senn muni sumarþinginu ljúka.Enn er þó eftir að afgreiða tvö stærstu málin,ESB- málið og Ice save. Það ríkir alger óvissa um það hvernig þessum málum reiðir af.Ég tel,að farsælast væri fyrir alþingi að samþykkja aðildarumsókn að ESB svo úr því fáist skorið hvað er í boði fyrir Íslendinga og hvort við teljum skilmála aðgengilega. Aðildarsamning yrði síðan að leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég er óráðnari í Ice save málinu,þó ég sé farinn að hallast að því að skynsamlegast sé að samþykkja samkomulagið,sem liggur fyrir alþingi. Ég hefði þó talið betra,ef unnt væri að bæta inn í samkomulagið ákvæði um að greiðslur vegna Ice save mættu ekki fara upp fyrir ákveðið mark á ári,t.d. 1% af landsframleiðslu. Þessi tvö mál eru einhver þau stærstu,sem lögð hafa verið fyrir alþingi. Ljóst er,að afgreiðsla þeirra getur haft mikil áhrif á þróun stjórnmála,jafnvel á líf ríkisstjórnarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Ellilifeyrisþegi verður að fara aftur í fulla vinnu vegna skerðingar lífeyris!
Guðrún Norberg,ellilífeyrisþegi,segir frá því í Mbl. í dag,að ellilífeyrir hennar hafi fyrirvaralaust verið skertur um sl. mánaðarmót.Hún hafði nýverið minnkað við sig vinnu úr heilu starfi í hálft starf en verður nú að auka aftur við sig vinnu vegna skerðingar TR til þess að endar nái saman. Hún hefur lengst af verið heimavinnandi og komið upp 7 börnum.
Það er vissulega slæmt,að þeim ellilífeyrisþegum sem vilja vinna skuli vera refsað fyrir það með því að skerða lífeyri almannatrygginga.En um síðustu mánaðamót lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna úr rúmlega 100 þús. á mánuði í 40 þús. á mánuði.Á sama tíma og þetta gerist er verið að hækka laun láglaunafólks innan ASÍ og BSRB.Hvernig má það vera að laun aldraðra og öryrkja séu skert en laun annarra launþega hækkuð.Hvaða samræmi er í því?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Sjóvá átti ekki fyrir vátryggingarskuld
Sjóvá átti ekki fyrir vátryggingaskuld sinni og leggja þurfti félaginu til fé svo það gæti staðið undir henni. Það er helsta ástæða þess að sérstakur saksóknari rannsakar nú hvort færsla á fjárfestingaeignum úr móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá á síðastliðnum tveimur árum varði við lög um hlutafélög, lög um starfsemi tryggingafélaga eða séu umboðssvik. Húsleitir voru framkvæmdar vegna rannsóknarinnar á tíu stöðum í gær. Meðal annars var leitað í höfuðstöðvum Milestone og Sjóvá og á heimilum helstu stjórnenda félaganna tveggja.
Milestone eignaðist Sjóvá að fullu í byrjun árs 2006. Á næstu tveimur árum voru færðar fjárfestingaeignir inn á efnahagsreikning félagsins sem bókfærðar voru sem 50 milljarða króna virði. Þessum eignum fylgdu vaxtaberandi skuldir að upphæð um 40 milljarðar króna. Þorri þeirra skulda var í erlendum gjaldmiðlum. Bæði fjárfestingarnar og vaxtaberandi skuldirnar voru geymdar í dótturfélagi Sjóvár sem var stýrt af félaginu Milestone.
Þegar hrun varð á fasteignamarkaði á síðasta ári og íslenska krónan hrundi á sama tíma þá lækkaði virði fjárfestingaeigna Sjóvár afar mikið á sama tíma og skuldirnar ruku upp. Þetta varð til þess að skilanefnd Glitnis þurfti að setja háar upphæðir inn í Sjóvá til að félagið gæti staðið við vátryggingaskuld sína. Heimildir Morgunblaðsins herma að sú upphæð hafi numið allt að tíu milljörðum króna.(mbl.is)
Það er alvarlegt mál,að Sjóvá skuli ekki hafa átt fyrir vátryggingaskuldum. Svo virðist sem lán hafi verið tekið úr bótasjóði eða sjóðurinn veðsettur.Glitnir varð að leggja Sjóva til fjármuni til þess að félagið ætti fyrir vátryggingarskuld.
Björgvin Guðmundsson
