Framsókn orðin hægri flokkur!

Jónas frá Hriflu stofnaði Framsóknarflokkinn.Flokkurinn átti að vera félagshyggjuflokkur til sveita.Einnig hafði Jónas hönd í bagga með stofnun Alþýðuflokksins og ætlaðist til,að sá flokkur yrði verkalýðsflokkur í bæjunum; flokkarnir áttu að vinna saman.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Jónas frá Hriflu var uppi og lét mest til sín taka.Hlutirnir gengu ekki alveg eftir eins og Jónas ætlaðist til.Framsóknarflokkurinn hefur alltaf hneygst meira og meira til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og snúist gegn verkalýðsflokkunum.Síðustu áratugina hefur Framsóknarflokkurinn verið í hverri ríkisstjórninni af fætur annarri með Sjálfstæðisflokknum.

Nú átti Framsóknarflokkurinn þess kost að mynda  ríkisstjórn með félagshyggjuflokkunum.Flokkurinn hóf viðræður um myndun slíkrar stjórnar með VG,Samfylkingu og Pirötum en sleit viðræðunum óvænt í gær.Framsókn hafði sagt,að hún vildi mynda breiða ríkisstjórn frá hægri til vinstri.Ég taldi því frá byrjun ótryggt að treysta á Framsókn í þessu samstarfi.Þessi yfirlýsing Framsóknar benti til þess að flokkurinn vildi mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og jafnvel Miðflokknum.Mér kom því ekki á óvart  þegar Framsókn sleit viðræðunum.En það hefði verið heiðarlegra af Framsókn að afþakka viðræðurnar strax í upphafi. Framsókn taldi meirihlutann nauman í byrjun og sá meirihluti breyttist ekkert þá daga,sem viðræðurnar stóðu yfir.

Ég tel,að Framsókn hafi ekki ætlað að mynda neinn meirihluta með félagshyggjuflokkunum; þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Framsóknar.Það er alvarlegt mál.Framsóknarflokkurinn hefur breyst mikið í tímans rás. Flokkurinn er ekki lengur félagshyggjuflokkur heldur hægri flokkur eða miðhægri flokkur.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband