Má ekki krukka i lagatextann um TR?

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í viðtali við RÚV í gærkveldi,að það væri ekki gott að vera að krukka í úrskurð kjararáðs.(Hann meinti: Það er ekki gott að lækka laun ráðherra og þingmanna frá úrskurði kjararáðs). En gildir ekki það sama um samþykkt alþingis um lög um almannatryggingar en samkvæmt þeim á ekki að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Sagt var,að það hefðu verið mistök að samþykkja þetta á alþingi. Samþykkt var á alþingi að krukka í lagatextann og breyta honum á þann veg að lífeyrir aldraðra yrði skertur og ekki aðeins frá samþykkt breytingar,heldur tvo mánuði til baka sem sennilega er ólögmæt afturvirkni.Það er i lagi að krukka  í lagatexta til þess að skerða kjör aldrara en það er ekki í lagi að krukka til þess að lækka laun ráðherra og þingmanna!

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Tryggngastofnun skerti lífeyri í 2 mánuði án lagaheimildar!

 

 

 

Eitt helsta baráttumál eldri borgara undanfarin misseri hefur verið að afnema alla skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Eldri borgarar eiga þann lífeyri, sem þeir hafa safnað á starfsævi sinni í  lífeyrissjóð.Þeir geta ekki sætt sig við það, að lífeyrir þeirra í lífeyrissjóði valdi skerðingu á lífeyri, sem þeir eiga rétt á frá almannatryggingum. En kröfur eldri borgara í þessu efni hafa ekki náð fram að ganga.Það gerðist því óvænt, þegar alþingi afgreiddi síðasta haust ný lög um almannatryggingar þanng, að heimild til þess að skerða   tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóða féll niður.Þetta voru mistök hjá alþingi. Tryggingastofnun skeyti því samt engu þó lagaheimildin félli niður.Tryggingastofnun gerði sér lítið fyrir og hélt áfram að skerða lífeyri þeirra eldri borgara,sem fengu lífeyri úr lífeyrissjóði þó engin væri lagaheimildin! Nýju lögin um almannatryggingar tóku gildi 1.janúar 2017 en það var fyrst í gær,28.febrúar,sem  heimild til þess að halda áfram skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða tók gildi.Þá hafði Tryggingastofnun framkvæmt þessar skerðingar í 2 mánuði án lagaheimildar.

Þegar eldri borgarar hafa fengið of miklar greiðslur frá Tryggingastofnun vegna mistaka,til dæmis vegna rangra tekjuáætlana, hefur stofnunin krafist endurgreiðslu frá eldri borgurum með miklum þunga; og engu skeytt hvernig aðstæður fólks hafa  verið.Eldri borgarar hafa orðið að borga til baka hvernig sem staða þeirra hefur verið og þó engir peningar hafi verið til.Ráðamenn Tryggingastofnunar eiga því auðvelt með að skilja það, að stofnunin verði að greiða eldri borgurum til baka það sem oftekið hefur verið af þeim, þar eð lagaheimild skorti.Skerðingin á trygginalífeyri vegna lífeyrissjóða síðustu 2 mánuði hefur verið ólögmæt og á að greiðast til baka.TR hefur digra sjóði og rikissjóð sem bakhjarl enda er mikið góðæri samkvæmt tali ráðamanna.TR reynist því auðvelt að greiða eldri borgurum til baka það,sem oftekið hefur verið og væntanlega þarf ekki að innheimta það með lögsókn.Eldri borgarar eiga að fá lífeyri samkvæmt lagatexta alþingis en ekki samkvæmt "persónulegri" túlkun TR.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 1. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband