Kristján Þór viðurkennir niðurskurð í menntamálum!

 

 

 

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra viðurkennir, að framlög til menntamála hafi verið skorin niður.En hann segir,að það sé vegna þess,að svo mikil framlög séu látin í heilbrigðismál og velferðarmál.Það er gott,að Kristján viðurkennir niðurskurðinn í menntamálunum en það stenst ekki,að það sé vegna mikilla framlaga til heilbrigðismála og velferðarmála.Það er nefnilega niðurskurður í þeim málaflokkum líka.Til dæmis eru framlög skorin niður til sjúkrahússins á Akureyri.Ástandið á Landsspítalanu er einnig mjög slæmt,Framlög rétt duga fyrir launahækkunum en ekkert er látið til aukinna rekstrarframlaga að öðru leyti..Aukning framlaga fer í nýbyggingu Landspítalans; Það er ágætt en leysir ekki rekstrarvandann.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 11. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband