Fá margar milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir slíkar afturvirkar hækkanir

Enn einu sinn hefur kjararáð ákveðið að stórhækka háttsetta embættismenn upp úr öllu valdi og veita þeim stórar fúlgur í afturvirkar launabætur.Þannig fær ríkisendurskoðandi 4,7 milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir og öryrkjar slíkar launabætur aftur í tímanna.Sennilega ekki fyrr en kjaramál aldraðra verða færð undir kjararáð.Ríkisendurskoðandi hækkar nú í launum úr 1,3 milljón kr í 1,7 milljón kr. á mánuði.Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hækkar úr 1,6 milljón kr í 1,8 milljón kr. og fær 4  milljónir í vasann strax í afturvirkar launabætur.Hagstofustjóri hækkar úr 1,3 milljón í 1,5 milljón kr.Hann fær 1,2 milljónir í uppbætur til baka.

Þetta er enn eitt dæmið um það,að nógir peningar eru í þjóðfélaginu.En þeim er dreift til fárra útvaldra.Aldraðir og öryrkjar fá ekki líkar launabætur og hér eru raktar.Þeir mega áfram hafa 200 þús á mánuði eftir skatt,þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Meðferðin á öldruðum er blettur á íslensku samfélagi.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en lágmarkslaun

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði á alþingi,að lífeyrir hefði hækkað jafnmikið og lágmarkslaun.Þetta er alrangt eins og fram  kemur í eftirfarandi  frá Öryrkjabandalagi Íslands:

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur.
Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.

Niðurstaða Hagfræðistofnunar var sú,að á tímabiinu  2009 til 2016 hefðu laun hækkað um 37% en lífeyrir um 10%.Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega hækkaði á sama tíma aðeins um 6%. Það er því ljóst,að ráðherrann hefur farið með rangt mál.Lífeyrir ´hækkar miklu minna á umræddu tímabili en laun.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 27. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband