Búið að afnema hér helsta einkenni norræna velferðarmodelsins!

Stjórnvöld  hér hafa fellt niður grunnlífeyrinn.Þar með hefur helsta einkenni norræna velferðarmodelsins hér  á landi verið afnumið.Lífeyrir almannatrygginga,sem þeir fá,sem ekki hafa aðrar tekjur,dugar ekki til framfærslu.Og upptaka ríkisins vegna skatta og skerðinga hjá þeim, sem hafa  lífeyri úr lífeyrissjóði er svo mikil að líkast er eignaupptöku. Þetta sagði Harpa Njáls félagsfræðingur í samtali við RÚV  í byrjun janúar sl.Harpa Njáls gagnrýnir harðlega þær miklu skerðingar sem eiga sér stað á tryggingalífeyri þeirra eldri borgara,sem fá greiðslur úr lífeyrssjóði

Guðmundur Gunnarsson fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýndi einnig harðlega afnám grunnlífeyris í Silfrinu í gær.Hann sagði,að alls staðar á hinum Norðurlöndunum væru eldri borgarar með grunnlífeyri eins og verið hefði hér (200 þúsund kr á mánuði).En í þessu efni eins og fleirum stæðu Íslendingar að baki hinum Norðurlöndunum.Eldri borgarar á Íslandi fá lægri eftirlaun frá ríkinu en eldri borgarar fá til jafnaðar frá hinu opinbera í OECD ríkjunum.Samt er hagvöxtur hærri hér en erlendis og ætti að tryggja það,að Ísland gæti tryggt  sínum eldri borgurum jafngóð kjör eða betri en þeir njóta í löndum OECD.

Björgvin Guðmundsson

 


Segir VG verja spillingu Sjálfstæðisflokksins!

Gunnar Smári formaður Sósalistaflokksins var harðorður í garð  VG í Silfrinu hjá RUV í gær.Hann sagði það vera orðið hlutskipti VG að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.Það er engu líkara en VG sé komið í hlutverk blaðafulltrúa íhaldsins,sagði Gunnar Smári ennfremur.

Hann sagði,að það væri alltaf rætt mikið um pólitík í fermingarveislunum.Núna yrðu fulltrúar VG spurðir þar: Hvað eruð þið að gera í þessari ríkisstjórn.Hvers vegna eruð þig að verja spillingu Sjálfstæðisflokksins.En VG varði Sigríði Andersen dómsmálaráðherra af öllu afli ,þegar vantrauststillaga kom fram á ráðherrann fyrir skömmu..  Í fyrra gagnrýndi VG Sigríði og Sjálfstæðisflokkinn harðlega m.a. fyrir " uppreist æru málið" og fyrir mistök við skipan dómara í landsrétt.Það var allt gleymt nú og flokkurinn snúinn í málinu.

Styrmir Gunnarsson fyrrv ritstjóri Mbl. var í Silfrinu líka. Hann ræddi m.a. þá atburði sem orðið hafa í verkalýðshreyfingunni; glæsilega kosningu Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu.Hann sagði,að kosning Sólveigar Önnu í Eflingu og kosning Ingu Sæland á alþingi væru merkilegir atburðir. Styrmir sagði,að Inga Sæland talaði eins og verkalýðsleiðtogar fyrri tíma.Hann er greinilega mjög hrifinn af henni.

Styrmir sagði,að VG hefði lykilstöðu í ríkisstjórninni.Flokkurinn gæti haft áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn; gæti fengið þá til þess að samþykkja kjarabætur fyrir það verkafólk,sem þyrfti sárlega á kjarabótum að halda.

Styrmir virðist binda vonir við,að ríkisstjórnin muni koma það mikið til móts við verkalýðshreyfinguna,að verkföllum verði afstýrt. Það er hugsanlegt.En ég er ekki eins bjartsýnn á það og Styrmir. Sennilega er þessi leið Styrmis eina leið stjórnarinnar til þess að lifa af.Ella er hætt við að hún springi í loft upp  snemma.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 12. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband