Tveir komnir í framboð til forseta ASÍ

Tveir hafa tilkynnt ,að þeir bjóði sig fram til forseta ASÍ en Gylfi Arnbjörnsson hefur tilkynnt,að hann gefi ekki kost á sér á þingi ASÍ í oktober n.k.Frambjóðendur eru Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFL starfsgreinafélags og Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Þeir eru báðir frambærilegir frambjóðendur.Ljóst er,að það verður hörð barátta um næsta forseta ASÍ.Mikið er er í húfi,þar eð kjör verkafólks (ófaglærðra) eru á botninum og enginn leið að lifa af þeim.Það verður að hækka verulega lægstu laun.Það á að vera auðvelt í dag,þar eð nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.Alþingi og stjórnvöld hafa gefið tóninn með því að hækka eigin laun um 45%.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband