Ódýrt að hækka lægsta lífeyrinn!

Brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra er að hækka lífeyr þeirra, sem eru með lægsta lífeyrinn frá almannatryggingum, hafa einungis tekjur frá almannatryggingum (_strípaðan lífeyri“)Þessir eldri borgarar hafa engan lífeyrissjóð.Margar ástæður geta verið fyrir þessari stöðu eldri borgaranna; veikindi,gjaldþrot lífeyrissjóða, enginn lífeyrissjóður hjá húsmæðrum o.fl Lífeyrir 2019 frá TR er 212 þús kr eftir skatt á mánuði hjá þeim, sem búa með öðrum og 252 þús á mánuði eftir skatt hjá þeim, sem búa einir.Þetta er hungurlús og engin leið að lifa af svo lágum tekjum. Þeir sem hafa svo lágar tekjur verða að neita sér um að fara til læknis og/eða að leysa út lyf sín. Dæmi eru um það, að þeir sem eru á þessum lægsta lífeyri hafi ekki átt nóg fyrir mat. Vegna alvöru málsins sendi ég Katrínu Jakobsdóttur,forsætisráðherra, bréf 18.janúar í fyrra og skoraði á hana að leiðrétta þennan lága lífeyri.Um neyðarástand væri að ræða. Katrín svaraði ekki bréfinu! Og hún sinnti ekki erindinu allt árið, sem liðið er frá því hún fékk bréfið. Ekki hefur orðið nein raunhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja að frumkvæði ríkisstjórmar Katrínar frá því hún tók við völdum

Kostar 2,7 milljarða að hækka þá verst stöddu

Ég hef bent á, að það kosti lítið að hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra .Um tiltöluleg lítinn hóp er að ræða, eða 1847 eldri borgara.Það kostar 2,7 milljarða kr að hækkka ellilífeyri þessa hóps í 420 þús kr á mánuði.( Meðtaldir þeir, sem hafa 25 þús kr viðbótartekjur og minna á mánuð.Serðir ekki lífeyri) Fjárlögin fyrir árið 2019 eru upp á 803 milljarða, heildarútgjöld.Ekki geta 2,7 milljarðar talist há upphæð í hlutfalli af þeirri háu upphæð.Að mínu mati þyrfti einnig að hækka lífeyri öryrkja sambærilega. Þá er eðlilegt að hækka einnig þá eldri borgara, sem eru með lágar viðbótartekjur t.d. 26- 50 þús kr á mánuði.

Afnema þarf allar tekjuskerðingar aldraðra

En hvað með þá,sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði? Jú svo sannarlega þarf að huga að þeim einnig. Ég hef lægst launuðu eldri borgara og öryrkja í forgangi vegna þess, að þar er um líf eða dauða að tefla. Já, Það er ótrúlegt, að í þessu velmegunarþjóðfélagi, þar sem eyðsla,óhóf og bruðl er í hámarki skuli hóp eldri borgara og öryrkja vera haldið við sultarmörk.Sá hópur hefur að mínu áliti algeran forgang en samtímis eða strax í kjölfar ráðstafana fyrir þá lægst launuðu þarf að gera aðgerðir til þess að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða og afnema aðrar skerðingar. Það var alveg skýrt, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir áttu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Þetta staðfesta margir verkalýðsleiðtogar og ASÍ gaf út yfirlýsingu 1969, þar sem þessi skilningur var staðfestur Þetta er svikið með grófri skerðingu á lífeyri almannatrygginga hjá þeim, sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það verður að leiðrétta sem allra fyrst. Einnig þarf að afnema allar aðrar tekjuskerðingar, sem eldri borgarar sæta í kerfi almannatrygginga.

Afnám kostar 35 milljarða króna.

Það kostar 35 milljarða að afnema allar tekjuskerðingar,sem eldri borgarar sæta hjá TR.Það er ekki svo há upphæð, þegar haft er í huga hvað ríkið hefur haft mikla fjármuni af eldri borgurum á undanförnum áratugum.Íslenska ríkið leggur í dag miklu lægri fjárhæð til eftirlauna eldri borgara en ríkisvaldið gerir á hinum Norðurlöndunum og innan OECD.( miðað við hlutfall af þjóðartekjum,) Íslenska ríkið þarf að hækka greiðslur sínar til eftirlauna aldraðra um 36 milljarð til þess að jafna metin við OECD, þ.e. til þess að umræddar greiðslur verði jafnmiklar og hjá ríkjum OECD til jafnaðar.

Afnema á tekjuskerðingar og hækka lægsta lífeyri strax

Er það dýrt að afnema tekjuskerðingar aldraðra í kerfi TR? Er kostnaðarsamt að hækka lægsta lífeyri aldraðra ? Svar mitt er nei.Ríkið hefur sparað stórfé á því undanfarna áratugi að skerða tryggingalífeyri. Þess vegna er það aðeins réttlátt gagnvart öldruðum og eðlilegt, að skerðingar séu nú afnumdar .Ríkið á ekkert val, þegar kemur að lægsta lífeyri aldraðra.Það er mannréttindabrot að halda lægsta lífeyri áfram við fátæktarmörk (sultarmörk).Þess vegna verður ríkið að hækka þennan lífeyri strax.Það þolir enga bið.

Björgvin Guðmundsson

Mbl.26.jan.2019

 
 
 
 
 
 
 

 


Bloggfærslur 26. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband