Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Óheillaspor forseta Íslands
Forseti Íslands,Ólafur Ragnar Grímsson,tilkynnti á Bessastöðum í morgun,að hann mundi ekki staðfesta nýju lögin um ríkisábyrgð á Icesace samninginn.Þetta þýðir að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu.Lögin taka gildi ei að síður en falla úr gildi ef þjóðaratkvæði gengur gegn lögunum.Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund strax í kjölfar ákvörðunar forseta og sagði,að með þessu væri öllu endurreisnarstarfi Íslands stefnt í hættu.Það er rétt og hér hefur forsetinn stigið óheillaspor.Óvíst er hvaða pólitískar afleiðingar synjun forsetans hefur.Líklega mun ríkisstjórnin ekki segja af sér strax. En verið getur að eftir ákveðin tíma muni stjórnin rjúfa þing og láta kjósa.Þingkosningar mundu þá fara fram samhliða þjóðaratkvæði eða áður. Þá hefur stjórnin þann leik í stöðunni að draga lögin um ríkisábyrgðina til baka eins og stjórn Davíðs Oddssonar gerði þegar forseti neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Geri stjórnin það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla.Synjun forseta á að staðfesta Icesave lögin á eftir að skaða þjóðarbúið gífurlega mikið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.