Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Stjórnarandstaðan vill losna við þjóðaratkvæðagreiðslu
Þau tíðindi hafa gerst að stjórnarandstaðan vill nú losna við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.Einkum kemur þetta skýrt fram hjá Sigmundi Davíð formanni Framsóknar. Hann segir að ekki sé gott að ríkisstjórnin eigi líf sitt undir þjóðaratkvæði um Icesave.Ekki vissi ég fyrr,að Sigmundur Davíð hefði svona miklar áhyggjur af örlögum ríkisstjórarinnar. Hann var mjög ánægður með synjun forseta á því að staðfesta lögin um Icesave.Þess vegna kemur það á óvart að hann vilji ekki fá þjóðaratkvæði eins og tilskilið er í stjórnarskránni,að gerist ef forseti neitar að staðfesta lög.Stjórnarandstaðan talar nú um að fá nýja samninganefnd með aðild allra flokka,að fá breiða samstöðu í Icesave málinu.Er stjórnarandstaðan að snúast?Vill hún nú semja við Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesave skuldinni? Áður barðist hún um á hæl og hnakka gegn slíkum samningum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.