Ríkisstjórnin heldur meirihluta

Stjórnarflokkarnir mælast með stuðning samtals 53,2 kjósenda samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Vinstri græn bæta við sig rúmum fjórðungi og tveimur þingmönnum, en fylgi við Samfylkinguna dregst saman og flokkurinn myndi missa tvo þingmenn samkvæmt könnuninni.

Vinstri græn mælast með 24,6 prósenta fylgi og 16 þingmenn samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Það er stökk upp um 5,4 prósentustig frá síðustu könnun, sem gerð var í október síðastliðnum. Í kosningum fékk flokkurinn stuðning 21,7 prósenta kjósenda og er því talsvert yfir kjörfylgi.

Samfylkingin fær stuðning 28,7 prósent kjósenda og 18 þingmenn kjörna samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem unnin var í gærkvöldi. Í síðustu könnun blaðsins naut flokkurinn fylgis 30,8 prósenta aðspurðra.

Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn lækkar umtalsvert frá síðustu könnun. Alls sagðist 31,1 prósent myndi styðja flokkinn yrði kosið nú, en 34,8 prósent sögðust styðja flokkinn í könnun í október.

Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins. Flokkurinn mælist nú með 13,7 prósenta stuðning og níu þingmenn kjörna, en 14,1 prósents fylgi í síðustu könnun.

Hreyfingin fjórfaldar fylgi sitt milli kannana, og mælist með stuðning 1,6 prósenta kjósenda nú og engan mann kjörinn, en 0,4 prósent aðspurðra sögðust styðja flokkinn í október. Breytingarnar eru þó innan skekkjumarka.
(visir.is)

Þetta er athyglisverð könnun. Eftir afgreiðslu þingsins á Icesavemálinu og synjun forsetans á lögunum eykst fylgi stjórnarflokkanna en fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar.Þetta gæti gefið vísbendingu um það að lögin um Isesave yrðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er algerlega ómarktæk könnun - gerð í kjölfar gríðarlegs hræðsluáróðurs sem í gang fór við synjun forsetans.

Gott væri ef önnur könnun yrði gerð um helgina í kjölfarið á því að flestir eru að snúast á sveif með íslendingum í málinu.

Gott væri nú að sjá ykkur Samfylkingarliðið gera það - svona einu sinni !!!

Sigurður Sigurðsson, 8.1.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband