Lög um þjóðaratkvæði samþykkt

Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave lögin var samþykkt á Alþingi í kvöld. Atkvæðagreiðslan fer fram í síðasta lagi 6. mars.

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar um Icesave-lögin hefst mánudaginn 25. janúar. Hún mun því standa í tæpar fjórar til sex vikur eftir því hvaða dagur verður ákveðinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sami háttur verður hafður á og við Alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Hægt verður að greiða atkvæði á 140 stöðum erlendis en um tíu þúsund atkvæðisbærir menn búa ytra. Þeir bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila. Atkvæðaseðillinn utankjörfundar verður eins og almennur atkvæðaseðill en í öðrum lit. Ríkið ber kostnað af þjóðaratkvæðagreiðslunni og ætla má að hann nemi um 200 milljónum króna. (ruv.is)

Þetta var vel að verki staðið hjá ríkisstjórn og alþingi að  samþykkja  lög um  þjóðaratkvæðagreiðslu svo hratt.Hins vegar vekur það undrun,að svo virðist sem stjórnarandstaðan sé að heykjast  á þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband