Álag á skuldatryggingar ríkissjóðs komið yfir 500 punkta

Álag á skuldatryggingar ríkissjóðs hefur hækkað viðstöðulaust síðan á þriðjudag eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ákvað að setja Icesave-lögin í hendur þjóðarinnar en við það færði matsfyrirtækið Fitch lánshæfi ríkissjóðs í ruslflokk. Álagið rauf 500 punkta múrinn fyrir hádegi í gær samkvæmt upplýsingum Credit Market Analysis og hefur það ekki verið hærra frá í fyrrasumar.

Til samanburðar stóð álagið í um 380 punktum í kringum síðustu áramót.
Miðað við þetta eru líkurnar á þjóðargjaldþroti nú rúmlega 29 prósent. Líkurnar á þroti Venesúela, sem trónir á toppnum með 945 punkta, eru 48,5 prósent.
(visir,is)

Samkvæmt þessu ætlar synjun forsetans á staðfestingu laga um Icesave að reynast þjóðinni dýr.Þetta stórskaðar þjóðarbúið og   óvíst hvenær  skuldatryggingarálagið lækkar á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband