Lífeyrir aldraðra aðeins rúmlega helmingur þess sem þeir þurfa til framfærslu

Samkvæmt nýrri neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í desember nema meðaltals útgjöld einhleypinga til neyslu  tæpum 300 þús. á  mánuði ( 297 þús).Í þetta vantar ýmsa útgjaldaliði svo sem  skatta,fasteignagjöld,félagsgjöld,sektir o.fl.Samkvæmt þessari neyslukönnun Hagstofunnar þurfa aldraðir  a.m.k þessa upphæð til framfærslu.Í rauninni þurfa þeir meira,þar eð lyfjakostnaður og lækniskostnaður er mikið meiri hjá öldruðum en öðrum.En ekki er um annað viðmið að ræða.Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega frá almannatryggingum er nú 155 þús. á mánuði eftir skatta.Það þýðir að sá lífeyrir dugar  aðeins fyrir rúmlega helming útgjalda aldraðra.Þetta er til skammar. Ríkisstjórn,sem fer svona með aldraða getur ekki kallast velferðarstjórn.Ríkisstjórnin verður strax að taka sig á og leiðrétta kjör aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta versnar stöðugt. Nú um áramótin voru við hjónin lækkuð í tekjum frá TR um 26% . Ekki fylgdi nein skýring-þetta er bara tekið. Allur ávinningurinn frá 2008 er farinn og meira til.

Að hafa greitt í lífeyrissjóð í 4 áratugi skiptir engu máli. Hrunið tók sinn stóra toll þar hjá okkur í almennu sjóðunum. og restina hirðir ríkið. Það er ljóst að kjör aldraða hafa versnað mjög umfram aðra hópa í þjóðfélaginu. Og nú dynja á ýmsar hækkanir sem yfirvöld ákvörðuðu.

Fleira og fleira verða aldraðir að skera niður hjá sér m.a heilbrigðismál og matvæli.

Nú upplifi ég stjórnvöld sem hreina frjálshyggjustjórn - eins og var þegar íhaldið  skammtaði á garðinn...

kveðja.

Sævar Helgason, 9.1.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband