Sunnudagur, 10. janúar 2010
Skuldavanda heimilanna mótmælt á Austurvelli
Á annað hundrað manns komu mótmæltu skuldaklafa heimilanna á Austurvelli í dag. Fundurinn fór friðsamlega fram í rigningarúða. Fundarmenn kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti lánakjör landsmanna til frambúðar með leiðréttingu á höfuðstól lána og afnámi verðtryggingar.
Fundarmenn kröfðust þess að stjórnvöld bæti lánakjör landsmanna til frambúðar með leiðréttingum á höfuðstól lána og afnámi verðtryggingar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, þriggja barna atvinnulaus móðir, segist aldrei hafa tekið þátt í góðærinu. Þrátt fyrir það sé hún að missa allt sitt og enga vinnu sé að hafa. Hún segist vera búin að fá nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda.
Guðrún Jóhanna býr í 50 fermetra risíbúð í Hlíðunum ásamt þremur börnum sínum. Því elsta átján ára. Hún segir að flestir húsmunir séu komnir til ára sinna. Hún hafi ekki tekið þátt í allri neyslunni sem ríkisstjórnin segi að hafi átt sér stað. Guðrún telur að hún gæti sennilega haldið íbúð sinni fengi hún leiðréttingu á skuldum sínum. Hún eigi að borga 60 þúsund krónur á mánuði af bílnum sínum. Yrði sá reikningur lækkaður um fjörutíu þúsund gæti hún keypt kuldaskó á börnin sín og snjóbuxur.
Þetta er fyrsti mótmælafundurinn á nýju ári sem Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland halda en fyrir áramót voru haldnir fjórir fundir þar sem kröfurnar voru þær sömu.
(ruv.is)
Eðlilegt er,að skuldavanda heimilanna sé mótmælt. Þær ráðstafanir,sem gerðar hafa verið duga ekki. Meira verður að koma til.Það þarf að gera meira fyrir þá,sem verst eru staddir en einnig þarf að gera meira fyrir þá,sem þrengt hafa að sér og með erfiðismunum hafa geta haldið lánum sínum í skilum. Óvíst er hvað lengi þeir geta gert það.Stjórnvöld verða að gera frekari ráðstafanir til þess að leysa skuldavanda heimilanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.