Á að semja aftur um Icesave?

Nokkur krafa er nú uppi um það í þjóðfélaginu að gengið verði í þriðja sinn að samningaborðinu í Icesave deilunni.Meira aö segja sjálfstæðismenn,sem fluttu tillögu á alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið vilja nú að hætt verði við þjóðaratkvæðagreiðsluna og óskað nýrra  samningaviðræðna við Breta og Hollendinga. Þeir hafa snúist í málinu.Fjármálaráðherra segir,að ef Íslendingar óski nú eftir nýjum samningaviðræðum séu það skilaboð um það að Íslendingar ætli ekki að standa við síðasta samning sem gerður var.Og vissulega er það rétt. Hætt er við að viðsemjendur okkar segi: Við erum búnir að semja.Við semjum ekki oftar.Ég sé ekki annað en málið verði að fara undir þjóðaratkvæði  úr því forsetinn neitaði að  staðfesta lögin.Ef lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur beinast við að reyna á ný að fá Breta og Hollendinga til þess að samþykkja alla fyrirvarana við eldri lög en áður höfðu þeir samþykkt 80% þeirra.

Annars kæmi mér ekki á óvart,að þjóðin mundi samþykkja lögin um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin.

Það er kolrangt hjá þér að þjóðin muni samþykkja ICESLAVE í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem vonandi fer fram. Það er ótækt að stjórnmálamenn geti tekið þennan stjórnarskrárbundna rétt af þjóðinni eftir sinni hentisemi og flokkshagsmunagæslu.

Þetta verður fellt og það er í raun nauðsynlegt að þetta verði kolfellt og að þjóðin sýni þannig samstöðu sína og einurð.

Núverandi stjórnvöld hafa því miður haldið mjög illa á spilunum og aldrei leyft þjóðinni að sjá á ICESAVE spilin.

Þetta allt upp á borðið og gegnsæji í stjórnsýslunni hefur þessum flokkum því miður algerlega tekist að klúðra og í raun svíkja líka.

Fara síðan í fýlu af því að forsetinn skuli vísa þessu til þjóðarinnar er líka í ofanálag við allt klúðrið, algerlega síðasta sort.

Að leggjast síðan í vörn fyrir Breta og Hollendinga er síðan enn verra og enn einn afleikurinn.

Fyrstu og einu merki þess að þetta Ríkisstjórnarlið sé að átta sig á í hvað liði það spilar og hvað þau eru djúpt sokkinn í sinn undirlæguhátt er þessi fundur með stjórnarandstöðunni.

Vonum að þessari martröð og þessum hræðilega sundrungar kafla í Íslandssögunni fari brátt að ljúka með samstöðu þjóðarinnar og að samstaða takist um vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, um sanngjarnan ICESAVE samning og að þessari kúgun minnihlutans á stórum meirhluta þjóðarinnar fari nú einnig að ljúka með því að  ESB umsóknin verði dreginn til baka þegar í stað. 

Þá fyrst verður hægt að fara að vinna að viðreisnar starfinu af einurð og festu og með samstöðu þjóðarinnar og trúnni á getu þjóðarinnar til að leysa úr sínum málum á farsælan hát í sátt við stærstan hluta þjóðarsálarinnar!

Öðruvís verður þessi þjóð sundruð og tætt ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband