Hrein eign lífeyrissjóða 1763 milljarðar

Hrein eign lífeyrissjóða var 1.763 milljarðar kr. í lok nóvember sl. og hækkaði um 18,8 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við nóvember 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 54,3 milljarða kr.

 

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlend verðbréfaeign hækkaði um 21,5 milljarða kr. en mesta hækkunin er í íbúðabréfum sem jukust um 10,3 milljarða kr.

 

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.(visir.is)

Mikill styrkur felst í eign okkar á lífeyrissjóðunum.Ef miðað er við höfðatölu er þetta jafnmikil eign hjá  okkur og allur olíusjóður Norðmanna. Lífeyrissjóðirnir hafa nú ákveðið að  taka þátt í atvinnuuppbyggingunni hér á landi með því að leggja fé  í ákveðnar framkvæmdir. Sérstakt félag hefur verið stofnað um það.Þetta  er vel og mun hjálpa okkur að vinna okkur út úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband