Meirihluti telur stjórnina halda út kjörtímabilið

Fleiri telja að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna standi út kjörtímabilið en ekki. Þetta kemur fram í könnun Capacent Gallup. Fimmtungur tekur ekki afstöðu.

48% svarenda í könnuninni sem gerð var 9. til 11. janúar telur líklegt að stjórnarsamstarfið haldi áfram, 32% telja það ólíklegt og 20% telur það hvorki líklegt né ólíklegt.

Dæmið hefur næstum snúist við síðan Capacent spurði sömu spurningar 5. og 6. janúar, því þá spáði nærri helmingur að ríkisstjórnin myndi ekki halda.

Afstaða fólks hefur mikið breyst síðan forsetinn synjaði lögunum staðfestingar á þriðjudaginn í síðustu viku ef marka má könnun Capacent. Nú ætla 62% svarenda að greiða atkvæði gegn Icesave-lögunum, þriðjungur ætlar að kjósa með þeim og 5% ætla að skila auðu.  

5. og 6. janúar sögðust hins vegar 53% ætla að kjósa á með lögunum en 41% á móti.

Álíka margir telja nú að ákvörðun forseta um að synja staðfestingu laganna hafi annars vegar góð og hins vegar slæm áhrif á þjóðarhag.

Könnunin var netkönnun, heildarúrtakið 3100 manns, 18 ára og eldri. Þeir voru valdir tilviljunarkennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup og 64% svöruðu.
(ruv)

 

Björgvin Guðmundsson


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband