Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Hægri sinnaður hagfræðingur vill skera niður velferðarkerfið
Hagfræðingar hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir eins og aðrir.Einn mesti hægri sinni í hópi hagfræðinga hér er Ragnar Árnason. Hann gagnrýnir mjög skattahækkanir og vill fremur skera meira niður og þar á meðan vill hann skera niður velferðarkerfið.Hann segir,að Ísland hafi ekki efni á norrænu velferðarkerfi.Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra,sem einnig er hagfræðingur kvaðst algerlega ósammála Ragnari.
Þetta er alrang hjá Ragnari. Ísland hefur efni á norrænu velferðarkerfi. Skattar eru hér lægri en á hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir þær hækkanir,sem samþykktar voru fyrir skömmu.Við getum hins vegar ekki skorið meira niður,a.m.k. ekki í velferðarkerfinu eða heilbrigðiskerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.