Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Laun æðstu embættismanna hafa enn ekki verið lækkuð en laun aldraðra voru lækkuð strax!
Þegar núverandi ríkisstjórn hafði verið mynduð var tilkynnt að ákveðið hefði verið að enginn í ríkiskerfinu hefði hærri laun en forsætisráðherra.Laun æðstu embættismanna ríkisins skyldu því lækkuð til þess að ná þessu marki. Nú,8 mánuðum síðar,er sagt,að ekki hafi enn verið unnt að lækka laun æðstu embættismanna.Kjararáð er í vandræðum með málið. En það voru ekki eins mikil vandræði við að lækka laun aldraðra.Það tók ekki nema nokkrar vikur að lækka þau. Laun aldraðra og öryrkja voru lækkuð með einu pennastriki 1.júlí sl. og hafa ekki verið leiðrétt síðan.Árni Páll Árnason,félagsmálaráðherra,var ekki lengi að lækka laun aldraðra og öryrkja.Sennilega væri best að fela honum að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.