Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Ráðast örlög Haga á mánudag?
Arion banki mun halda fund með fulltrúum Haga n.k. mánudag til þess að ræða framtíð eignarhaldsfélagsins ehf. 1998 og framtíð Haga en þar undir heyra allar Bónusbúðirnar.Hagi stendur vel og endurfjármögnun félagsins er lokið en 1998 ehf. er mjög skuldsett. Mun félagið skulda 17 milljarða eftir að skuldir félagsins hafa verið færðar niður um 2/3 við yfirfærslu frá gamla Kaupþingi í nýja Kaupþing en það var metið svo við yfirfærslu skulda úr gamla bankanum í þann nýja að ekki fengist greitt nema 1/3 skuldanna.( gildir um skuldir allra fyrirtækja)Arion banki ( nýja Kaupþing) fór fram á 7-8 milljarða greiðslu frá 1998 ehf. ætti félagið að halda Högum.Eigendur 1998 ehf. telja sig geta greitt þá upphæð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.