Halli ríkissjóðs og gjaldþrot Seðlabanka stærri vandamál en Icesave

Töf á endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins getur seinkað vaxtalækkun og efnahagsumbótum segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Engar formlegar viðræður eru í gangi við Breta, Hollendinga eða Norðurlandaþjóðir um Icesave málið. Steingrímur segir að menn hafi þó haldið góðu sambandi og það hafi verið mikil samskipti.

Steingrímur var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2. Þar sagði hann að menn hefðu lagt mikla orku í að reyna að tryggja að áætlun AGS raskist ekki. Það sé þó sýnd veiði en ekki gefin; þau viti ekki hvernig það fari. Þetta seinki mörgu öðru. Dragi úr líkum á að vextir og verðbólga lækki og að gengið styrkist. Þá seinki þetta því að hægt sé að vinda ofna af gjaldeyrishöftunum.

Steingrímur sagði líka að Icesave væri ekki það versta heldur hallinn á ríkissjóði. Hann væri fjórfalt stærra vandamál en samt færi ekki tími í að ræða hann heldur aðeins Icesave. Gjaldþrot Seðlabankans væri líka stærra vandamál en Icesave. (ruv.is)

Afleiðing synjunar forseta á því að staðfesta lögin um  Icesave olli því strax að lánshæfismat Íslands erlendis færðist til verri vegar. Eitt matsfyrirtækið setti Ísland í ruslflokk.Næsta afleiðing synjunarinnar er sú,að endurskoðun á efnahagsáætlun AGS frestast en það þýðir frestun á greiðslu láns AGS til Íslands og getur þýtt frestun  á lánum Norðurlandanna einnig.Frestun á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS fyrir Ísland þýðir,að Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti eins og áður var búist við. Þannig eru afleiðingar synjunar forseta margvíslegar og dýrar þjóðarbúinu.Það getur tekið langan tíma að bæta það tjón,sem synjun forseta olli.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband