Vinna við fyrningu aflaheimilda mætir afgangi

Starfshópur um fyrningu aflaheimilda átti að skila áliti fyrir 1.nóv. sl.En hann er ekki farinn að skila áliti enn.Gefin er sú skýring,að það hafi ekki tekist vegna anna á alþingi.Það er ekki gild skýring. Þegar um er að ræða eitt stærsta mál núverandi stjórnar þ..e. umbyltingu kvótakerfinsins þýðir ekki að segja,að það hafi lent í undandrætti vegna annarra mála á alþingi.Upplýst er að starfshópurinn hélt engan fund frá sl. hausti þar til nú í janúar. Það er óafsakanlegt. Ef nefndarmenn gátu ekki sinnt störfum sínum  í starfshópnum vegna anna á alþingi átti að skipa aðra í nefndina í stað þeirra.Það er búið að tefja mál þetta úr hófi. Nú er útlit fyrir að frumvarp um málið komist ekki á dagskrá þingsins fyrr en næsta haust. Aðalatrðið er þó að fyrning aflaheimilda á 20 árum komist í framkvæmd og að ekki verði hvikað frá því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband