Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Svíar lána ekki Íslendingum meðan Icesave er óleyst
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest.
Fredrik segist hafa rætt beint við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, á dögunum og í því samtali hafi hann tilkynnt henni að Svíar hygðust ræða við aðrar Norðurlandaþjóðir um vilja þeirra að Ísland heiðri erlendar skuldbindingar sínar.
Svo segir hann orðrétt: Við viljum að Ísland haldi sig við þessar aþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð."
Þegar rætt var við Gylfa Magnússon, viðskiptaráðherra, um ástæður þess að AGS myndi fresta endurskoðun sinni, sagðist hann telja að ástæðan væri einfaldlega Icesave-skuldin sem bíður þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu(visir.is)
Þarna er Svíum rétt lýst.Þeir meta ESB meira en "vináttu" við Íslendinga.Reinfeldt hefur verið forseti ESB og hugsar meira um hag ESB,Breta og Hollendinga en hag Íslands. Til hvers er í raun þessi norræna samvinna.Til þess að lyfta glösum í samkvæmum. Þegar til kastanna kemur er ekkert gagn í þessari norrænu samvinnu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.