Fimmtudagur, 14. janúar 2010
Jóhanna bjartsýn
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave. Málið skýrist á allra næstu dögum. Þau Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, hafa ítrekað rætt í síma við starfsbræður sína í Bretlandi, Hollandi og á Norðurlöndunum síðustu daga.
Þau hittu foringja stjórnarandstöðunnar í stjórnarráðinu fyrr í kvöld og þar var lögð fram áætlun um hvernig megi leysa þann hnút sem Icesave hefur verið í. Forsætisráðherra segir þó ekkert í hendi enn sem komið er en málin skýrist vonandi strax upp úr helginni.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.