Sunnudagur, 17. janúar 2010
Biðlistar á hjúkrunarheimilum skornir niður með því að herða matsreglur!
Tæplega hundrað ára gömul kona búsett í Reykjavík, sem ófær er um að annast um sjálfa sig, hefur í tvígang verið synjað um pláss á hjúkrunarheimili. Á undanförnum tveim árum hefur konan margsinnis dottið og beinbrotnað á heimili sínu.
Konan sjálf sem er ekki fær um að segja sögu sína er alger einstæðingur. En hún er þó svo lánsöm að eiga trausta vinkonu sem hún kynntist árið 1949 þegar hún kom hingað til lands og hóf störf í danska sendiráðinu. Í um 40 ár hefur konan búið ein í leiguhúsnæði í Reykjavík og séð um sig sjálf með smávægilegri hjálp síðustu árin.
Halldóra Guðmundsdóttir vinkona konunnar segir hana ekki færa um að vera eina. Það sem hafi bjargað henni sé að kaupmaðurinn hafi alltaf sent henni vörur heim, á hverjum föstudegi og reynst henni mjög vel. Á undanförnum tveimur árum hefur konan ítrekað dottið á heimili sínu og beinbrotnað, auk þess sem hún skarst illa í andliti. Nú síðast í desember.
Halldóra segir að konunni fari ekki fram úr þessu, svo mikið sé víst. Hún sé orðin mikið utanvið sig. Eftir nokkrar fortölur féllst konan á að sótt yrði um hjúkrunarrými fyrir hana. En vistunarmatsnefnd hefur í tvígang metið það svo að andlegt og líkamlegt ástand konunnar sé þess eðlis að hún þurfi ekki á hjúkrunarrými að halda.
Pálmi V Jónsson, öldrunarlæknir og formaður Vistunarmatsnefndar höfuðborgarsvæðisins segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en að aldur segir ekki alla hluti. Hann segir að miðað sé við vitræna getu og líkamlega færni, auk þess sem tekið sé tillit til þess ef fólk er einangrað og háaldrað.
þannig þörfum.
Halldóra á sér eina ósk fyrir hönd vinkonu sinnar, að hún fái að eyða síðustu ævikvöldunum á góðu hjúkrunarheimili.(ruv.is)
Fyrir nokkru voru matsreglur við ákvörðun um það hvernir eigi rétt á vist á hjúkrunarheimli stórhertar.Við þessa breytingu brá svo við,að biðlistar eftir vist á hjúkrunarheimlum hröpuðu niður og eru nú sárafáir á biðlista.Góð aðferð til þess að fækka á biðlistum eða hitt þó heldur. Frásögnin af konunni,sem er tæplega 100 ára sýnir í hnotskurn hvað hér hefur gerst.Kona,sem ekki getur séð um sig sjálf og býr ein fær ekki inni á hjúkrunarheimili.Þetta er til skammar og þessu verður að breyta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.