Sunnudagur, 17. janúar 2010
Ákvörðun forseta hefur neikvæð á hrif á íslenskt samfélag
Ákvörðun forseta setti efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar í uppnám af ástæðum sem öllum ættu að vera ljósar. Það er enginn hræðsluáróður falinn í því að benda á augljósa eftirmála hennar eins og þær staðreyndir að lánveitingar frá Norðurlöndum og þar með endurskoðun efnahagsáætlunar AGS munu tefjast og þá staðreynd að skuldatryggingaálag (þ.e. kostnaður vegna lána) ríkisins fer stöðugt hækkandi og líkur á greiðslufalli eru nú metnar 31%. Þess má geta í framhjáhlaupi að stjórnarandstaðan hafði miklar áhyggjur af því á þingi fyrir tveimur vikum að samþykkt Icesave myndi þýða að 10% líkur væru á greiðslufalli ríkisins.
Ofantalið sýnir svo ekki verður um villst að ákvörðun forsetans hefur þegar haft neikvæð áhrif á Íslenskt samfélag. Á meðan óvissa þessi ríkir verður ekki af nýframkvæmdum orkufyrirtækja, lánakostnaður ríkissjóðs, sveitarfélaga og stórfyrirtækja eykst, efnahagsbatinn lætur bíða lengur eftir sér og kjör almennings versna.
En ríkisstjórnin og þingflokkurSamfylkingar vinna ekki aðeins að lágmörkun skaða vegna ákvörðunar forsetans, endurreisnarferlið heldur áfram af fullum krafti.
Allnokkur mikilvæg mál eru komin vel áleiðis sem snúa að fjármálakerfi landsins, t.d. frumvarp um hlutafélög sem mun m.a. auka gagnsæi í eignarhaldi og frumvarp um verbréfasjóði þar sem nýr grunnur verður lagður að framtíðarkerfi innistæðutrygginga. Þá skipaði forsætisráðherra nefnd óháðra sérfræðinga nýverið sem vinna eiga tillögur að úrbætum innan stjórnarráðsins, verið er að leggja síðustu hönd á siðareglur ráðherra og starfsmanna stjórnarráðs og loks má nefna að í bígerð er á næstu dögum að kynna frumvarp um nýtt fyrirkomulag á skipan dómara. Samhliða þessu er unnið markvisst að því að meta árangur aðgerða ríkisstjórnarinnar fyrir heimili og fyrirtæki og að endurskoðun aðgerðanna í kjölfarið.
Endurreisn Íslands og uppbygging er áfram í fullum gangi undir stjórn jafnaðarmanna sama á hverju dynur, verkefnunum er sinnt af einurð, samstöðu og festu.( Heimasíða Samfylkingar)
Björgvin Guðmundsson
,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.