Eldri borgarar munu beita nýjum aðferðum í baráttu við stjórnvöld

Ljóst er,að stjórnvöld hundsa  samtök aldraðra þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að hafa ætti samráð við hagsmunasamtök um hin ýmsu mál. Það er kaldranalegt,að  núverandi ríkisstjórn hefur minna samráð við samtök aldraðra en ríkisstjórnir undir forustu íhaldsins höfðu.Þrátt fyrir margítrekaðar ályktanir og mótmæli  eldri borgara í kjaramálum hefur núverandi ríkisstjórn   ekkert gert til þess að leiðrétta kjör eldri borgara. Árás var gerð á kjör eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl.,þegar  lífeyrir var lækkaður. Aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun sl. ár þegar launafólk ( með undir 220 þús. á mánuði) fékk í tvígang hækkun.Lífeyrir aldraðra er langt undir 220 þús. kr. á mánuði. Einhleypir ellilífeyrisþegar hafa 180 þús. kr. fyrir skatt en 155 þús. eftir skatt. Aðrir hafa mikið minna.Hér er því um láglaunafólk að ræða.Eldri borgarar voru sniðgengnir við gerð stöðugleikasáttmálans og verkalýðshreyfingin "gleymdi" eldri borgurum við gerð  þess sáttmála.

Rætt hefur verið í félögum aldraðra að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni þar eð gömlu aðferðirnar duga ekki.Það er ljóst,að grípa verður til nýrra  ráða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Bestu þakkir Björgvin, fyrir hve ötull þú ert að benda á ranglætið gagnvart öldruðum. Við þennan pistil þinn hefðir þú mátt bæta ranglæti fjármagnstekjuskattsins. Hverjir hafa fjármagnstekjur á Íslandi nú til dags? Ætli það séu ekki einkum þeir aldraðir sem hafa haft getu og fyrirhyggju til að safna sér nokkrum sjóði til elliáranna? Svo er fjármagnstekjuskatturinn hækkaður úr 10% í 18% meðan vextir eru hæst 7%. og verðbólgan -- hvað 7% líka? Það er því beinlínis verið að narta í höfuðstól varasjóðs aldraðra. -- Ég hef verið að spyrja í kringum mig og það sem jafnaldrar mínir, 70-80 ára, hafa nurlað saman og eiga í eigin ellisjóði, virðist vera á bilinu 5-16 milljónir. Kannski samtals 20 milljónir á hjón.

Ef verið er að óttast að auðkýfingar hafi það alltof gott út á fjármagnstekjur sínar er kannski ekki fráleitt að taka grimman fjármagnstekjuskatt af þeim. En: Engar fjármagnstekur af fyrstu 20 milljóna inneign á hjón. Þegar inneiginin fer yfir 40 milljónir má hins vegar taka þessi 18% af allri inneigininni. Eða eitthvað í þessa veru.

Mbkv

Sigurður Hreiðar, 17.1.2010 kl. 11:43

2 identicon

Sæll Björgvin.

Þetta er allt hárrétt hjá þér en mér finnst þú gleyma að minnast á að þessi stórgáfaði félagsmálaráðherra þinn skerti líka af dagpeningum eldri borgara á elliheimilum hjá þeim sem höfðu ekkert,  hann skerti líka umönnunargreiðslur til aðstandande fjölfatlaðra, mér finnst þetta flott hjá honum, svo mátt þú heldur ekki gleyma að í raun er hann að taka ófrjálsri hendi (stela) úr sjóðum aldraðra sem hafa greitt í "Almenna tryggingasjóðs" í yfir 60 ár, þaðan fæ ég ekker  0,- þó ég hafi greitt þangað í 60 ár.  Er þetta ekki gert af honum því þessari aðiliar bera ekki hönd fyrir höfuð sér, er sem sagt hægt að sparka í þá liggjandi.

Baldur

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband