Kvótamálið:Kjósendur láta ekki blekkja sig

Þess hefur orðið vart,að talsmenn ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum tala óskýrt.Þessa varð vart hjá Ólínu Þorvarðarsdóttur þingmanni Samfylkingar í Kastljósi fyrir nokkrum dögum og þess verður ávallt vart þegar Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra talar um þessi mál. Hins vegar talar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra  ávallt skýrt um kvótamálið.

Hvers vegna tala stjórnarliðar óskýrt  um þessi mál? Er verið að undirbúa undanhald í málinu,jafnvel svik við kosningaloforðið um fyrningu aflaheimilda á 20 árum?Við þá stjórnarliða,sem tala  óskýrt um þessi mál  vil ég segja þetta: Það er liðin tíð,að unnt sé að svíkja kosningaloforð eins og loforðið um fyrningu aflaheimilda.Kjósendur líða slíkt ekki. Í búsáhaldabyltingunni og í kjölfar hennar var því heitið að tekin yrðu upp ný vinnubrögð og þar á meðan varðandi kosningaloforð.Samfylkingin verður að standa við kosningaloforðið um fyrningu aflaheimilda. Það  má fullyrða,að stjórnin hefði ekki náð meirihluta ef þetta loforð hefði ekki verið gefið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband