Mánudagur, 18. janúar 2010
Verðbólga minnkar á Íslandi en eykst í EES ríkjum.Er þó mest á Íslandi
Verðbólgan á Íslandi minnkaði milli nóvember og desember samkvæmt mælingum á samræmdri vísitölu neysluverðs í EES ríkjunum. Á sama tíma jókst verðbólgan í flestum öðrum EES ríkjum.
Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu en í morgun birti Hagstofan samræmda vísitölu neysluverðs fyrir desembermánuð sem Evrópska hagstofan tekur saman og birti jafnframt síðastliðinn föstudag.
Í Morgunkorninu segir að af ríkjum evrópska efnahagssvæðisins (EES) er verðbólgan, líkt og á síðustu misserum, mest hér á landi en minnkar þó milli mánaða á sama tíma og hún eykst í flestum öðrum aðildarríkjum.
Þannig minnkaði verðbólgan hér á landi úr 12,4% í 11,3% milli nóvember og desember síðastliðinn en hækkaði úr 1,1% í 1,4% að meðaltali í ríkjum EES á sama tíma.
Enn mælist verðhjöðnun í 5 ríkjum EES og er hún mest á Írlandi (-2,6%), svo á Eistlandi (-1,9%) og þar á eftir Lettlandi (-1,4%). Á eftir Íslandi mælist verðbólgan mest í Ungverjalandi (5,4%), svo í Rúmeníu (4,7%) og þar á eftir Póllandi (3,8%).(visir,is)
Enda þótt verðbólga hér hafi minnkað í 11,3% í desember skilur himinn og haf að verðbólgu hér og í löndum EES (meðaltal).Í EES er verðbólgan aðeins 1,4%.Við eigum mikið verk að vinna að koma verðbólgunni niður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.