Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í útboð
Ríkisstjórnin ákvað í gær að fela samgönguráðherra og fjármálaráðherra að undirbúa útboð vegna breikkunar Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er stefnt að því að ákvörðun liggi fyrir síðar í vikunni.
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi eiga að hefjast í maí. Þar er ætlunin að leggja nýjan tveggja akreina veg fyrir umferð á leið í austur á kaflanum milli Litlu Kaffistofunnar í austri og Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna í vestri. Kaflinn er 6,5 kílómetra langur. Einnig á að bæta vegaxlir á núverandi vegi. Hann mun þjóna sem tveggja akreina vegur fyrir umferð í átt að borginni eftir að framkvæmdum lýkur haustið 2011.
Á Vesturlandsvegi verður breikkaður 1,5 kílómetra kafli frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Jafnframt á að stækka hringtorgið við Álafossveg og ljúka við undirgöng og göngustíga í grennd við Varmá.
Kostnaður við framkvæmdirnar á Vesturlandsvegi er áætlaður um 500 milljónir en um 1,4 milljarðar á Suðurlandsvegi. Í þeirri tölu er ekki gert ráð fyrir mislægum gatnamótum við Bláfjallaveg og Litlu kaffistofuna.-(visir,is)
Þetta eru góðar fréttir.Framkvæmdir við Suðurlandsveg eiga að hefjast í mai.Það mun skapa talsverða vinnu. Og síðan geta væntanlega komið aðrar vegaframkvæmdir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Má ég vekja athygli á því að á kaflanum frá Skarhólatorgi (hringtorginu á miðri Sauðholtsmýri, ofan við Blikastaði) að Reykjatorgi (hringtorginu þar sem annars vegar er ekið í átt að miðbæ Mosfellsbæjar en hins vegar í átt að Reykjum) eru þrjár akreinar, ein til norðurs en ein til suðurs og enginn aðskilnaður milli akstursstefna. Og frá Reykjatorgi að Álafosstorgi eru aðeins tvær akreinar. Ég sé hvergi minnst á að lagfæra þessa flöskuhálsa.
Sigurður Hreiðar, 20.1.2010 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.