Miðvikudagur, 20. janúar 2010
RKÍ sendi 1000 skyndihjálparpakka til Haiti
Rauði Kross Íslands sendi í morgun þúsund skyndihjálparpakka til Haítí. Íslenska björgunarsveitin sem þar hefur starfað að undanförnu fann engan á lífi síðasta sólarhringinn.
Vél frá Iceland Express hélt frá Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í morgun áleiðis til Haíti til að sækja íslensku björgunarsveitina sem þar hefur starfað síðustu daga.
Sveitin leitaði í rústum Montana hótelsins frá því klukkan sex í gærmorgun að staðartíma og fram yfir miðnætti. Enginn fannst á lífi. Sveitin er nú nýkomin í búðir og lögst til hvílu.
Friðbjörn Sigurðsson læknir á vegum rauða krossins, fór með vélinni í morgun. Einnig voru send með vélinni ýmiskonar hjálpargögn. Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauðakrossinum segir að um 50 sjálfboðaliðar hafi í gær unnið að því að raða saman 1000 skyndihjálparpökkum sem að skyndihjálparsveitir Haítíska rauða krossins munu nota. Að auki voru send sérútbúin hjálpargögn sem Alþjóða rauðakrossinn bað Rauða kross Íslands að útvega, m.a. loftkælikerfi fyrir skurðstofur og önnur sjúkragögn.(ruv.is)
Það er aðdáunarvert hversu fljótt Ísland hefur brugðist við í hjálparstarfi við Haiti vegna jarðskjálftans þar.Rústabjörgunarsveit frá Íslandi fór þegar á vettvang og var sú fyrsta eða önnur slíkra sveita sem kom þangað. Og nú sendir Rauði krossinn hjálparpakka til Haiti. Þetta er aðdáunarvert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.