Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Ellilífeyrir skorinn niður um 42%!
Ellilífeyrisþegi hringdi til mín og sagði að nú um áramótin væri ellilífeyrir hans ( tekjutrygging meðtalin) skorinn niður um 42%. Hann hefði haft 84 þús. á mánuði frá almannatryggingum en um áramótinn hefði þetta verið skorið niður í 49 þús kr.Ástæða niðurskurðarins fjármagnstekjur makans.Var ekki verið að tala um,að það væri hætt að láta tekjur maka hafa áhrif á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Hvers vegna gildir það ekki einnig,þegar fjármagnstekjur eiga í hlut. Einnig finnst mér ósanngjarnt að fjármagnstekjur hjóna skuli lagðar saman og deilt í með tveimur við skattlagningu.Ellilífeyrisþeginn,sem hringdi til mín sagði,að hann mundi taka út af bankareikningnum þessar fáu krónur,sem hann hafði sparað og setja þær í bankahólf.Hann sagðist ekki viljia,að Tryggingastofnun væri að rífa af honum lífeyrinn vegna þess að hann hefði sparað nokkrar krónur og lagt í banka. Ég er sammála honum.
Í fjárlögum segir,að áætlað sé að ríkið fái 4 milljörðum meira í tekjur en reiknað hafði verið með vegna þess eins að unnt var að auka skerðingu tryggingabóta um 4 milljarða vegna meiri fjármagnstekna ellilífeyrisþega en áætlaðar höfðu verið.Þetta er nokkurn veginn sama upphæð og nemur skerðingu elli-og örorkulífeyris,sem tók gildi 1.,júlí sl.þ.e. á ársgrundvelli.Það hefði því ekki þurft að skerða bætur aldraðra og öryrkja neitt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.