Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Á að borga, eða á ekki að borga?
Hvers vegna eiga íslenskir skattgreiðendur að greiða óreiðuskuld,sem íslenskur einkabanki stofnaði til?Ekkert er í tilskipun ESB um innstæðutryggingasjóð,sem segir,að ríkissjóður eigi að borga,ef innstæðutryggingasjóðurinn getur ekki borgað.Þetta eru helstu rökin gegn því að borga.
En hver eru rökin fyrir því að borga? Jú Ísland er aðili að EES og ef innstæðutryggingasjóðurinn ræður ekki við að greiða verður ríkið að gera það.Aldrei var meiningin að sparifjáreigendur fengju ekki sitt sparifé til baka. Stærsta röksemdin fyrir því að borga er þó þessi:Ef við borgum ekki einangrast Ísland á alþjóðavettvangi. Allar lánalínur til Íslands lokast ( haldast lokaðar)Það gæti jafnvel þýtt,að erfitt yrði með innflutning til landsins.
Það er síðasta röksemdin sem ráðið hefur mestu um afstöðu Íslands.Íslensk stjórnvöld vilja ekki einangrast. Það frestar allri uppbyggingu hér á landi og rýrir lífskjör landsmanna.
Við verðum að borga en ég tel að við ættum að fara með reikninginn til ESB eftir nokkur ár.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið ofboðslega eru þetta slök rök hjá þér Björgvin.
Ísland mun ekki einangrast, þvílíkur hræðsluáróður. Við erum hetjur í augum margra og við verðum lofuð síðar um allan heim ef við stöndum nú í lappirnar. Í hverju mun þessi einangrun þín felast? Heldur þú að Bretland loki höfnum sínum fyrir Íslenskum fiski? Ég heldu nú síður því heilu þorpin treysta á okkur enda vinna yfir 2000 manns við það eitt að taka á móti afurðum okkar. Og ef svo ólíklega vildi til þá eru nægir aðilar sem vilja kaupa fiskinn okkar.
Þú segir hér að engin lög segi okkur að borga en af því að við erum í EES þá verðum við að gera það....jafnvel þótt engin lög segi okkur þar að við verðum að borga. Við eigum að borga af því bara... ótrúleg rök.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.