Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Ríkisstjórnin lækkaði launin hjá þeim lægst launuðu!
Þegar ríkisstjórnin lækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. var hún að lækka laun þeirra,sem lægst hafa launin í landinu.Hún var að ráðast á garðinn,þar sem hann er lægstur,þar eð lífeyrisþegar hafa engan verkfallsrétt og hafa því ekki sama vopn í höndum eins og verkalýðshreyfingin. Ríkisstjórnin hefði aldrei lækkað laun verkafólks á sama hátt og hún lækkaði laun lífeyrisþega.Raunar fékk verkafólk kauphækkun sama dag og laun lífeyrisþega lækkuðu!Allir launþegar,sem hafa 220 þús,á mánuði og minna fengu hækkun.
Vissulega eru kjör aldraðra misjöfn. En í hópi aldraðra og öryrkja er fólk með lægstu kjör í þjóðfélaginu,155 þús. á mánuði eftir skatt.Og þó aldraðir hafi nokkrar krónur úr lífeyrissjóði breytir það engu,þar eð þá er jafnhá upphæð rifin af trygginggabótum þannig að útkoman verður sú sama og hjá þeim sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð. Eins er með fjármagnstekjur og atvinnutekjur.Nú má enginn aldraður vinna sér inn meira en 40 þús á mánuði.Ef hann vinnur sér inn meira er rifið af honum hjá Tryggingastofnun.Eftir skerðinguna 1.júlí sl. finnst öldruðum ekki taka því að reyna að vinna sér inn nokkrar krónur þar eð "ávinningurinn" fer allur í skatta og skerðingar.Þeir aldraðir sem hafa haft fjármagnstekjur finna rækilega fyrir því þessa daga.Ríkið lætur greipar sópa um lífeyri aldraðra. Eldri borgurum er refsað fyrir að vinna,þeim er refsað fyrir að spara og þeim er refsað fyrir að leggja í lífeyrissjóðs. Þetta þekkist ekki í Svíþjóð. Þar halda eldri borgarar öllu sínu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin.
Gott að þú ert að átta þig á þessu. Það sem er ljótt í þessu, sem aðrir geta ekki, er að þeir setja lög til að geta stolið af okkur löglega.
Baldur
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.