Eldri borgarar þurfa 300 þús. á mánuði frá almannatryggingum

Í desember birti Hagstofan nýja neyslukönnun,sem sýnir meðaltalsútgjöld einstaklinga til neyslu.Höfðu þessi útgjöld hækkað  nokkuð frá  árinu áður. Samkvæmt hinni nýju könnun Hagstofunnar nema meðaltalsútgjöld einstaklinga ( einhleypinga)  til neyslu nú 297 þús. á mánuði.Skattar eru ekki meðtaldir.Telja má víst,að  úgjöld aldraðra til þessara þátta,sem þarna eru mældir séu  nokkru meiri en meðaltalið, þar eð aldraðir nota t.d. mun meira af lyfjum og læknishjálp en þeir sem yngri eru.Það má því fullyrða,að útgjöld aldraðra til neyslu séu ekki minni en útgjöld samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt þessu þurfa eldri borgarar a.m.k. 300 þús., á mánuði sér til framfærslu.Þetta þýðir að lífeyrir almannatrygginga er aðeins  rétt rúmur helmingur þess,sem hann þyrfti að vera samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.En lífeyrir TR til einhleypra eldri borgara sem ekki hafa aðrar tekjur er nú 155 þús. kr. á mánuði eftir skatt.Stjórnvöld þurfa því að hækka lífeyri aldraðra ríflega en ekki að skerða hann.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband