Föstudagur, 22. janúar 2010
Obama ræðst gegn bönkunum
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, réðst í gær gegn stórbönkum landsins og boðaði hertar reglur um bankastarfsemi. Forsetinn hélt fréttamannafund í Hvíta húsinu og sagðist vilja að sett verði lög til að takmarka stærð og umsvif bankanna. Bönkum verði ekki leyft að verða of stórir til að fara á hausinn og að þeim verði bannað að taka allt of mikla áhættu til að ná skyndigróða og til að hækka bónusa stjórnenda. Meðal þess sem bönkum verður bannað er að eiga vogunarsjóði og að stunda svo kölluð eigin viðskipti. Obama sagðist reiðubúinn að taka slaginn við bankana.
Þingið hefur síðasta orðið og leiðtogar repúblíkana á þingi sögðust þegar andvígir tillögunum og það sama sögðu stjórnendur stærstu bankanna. Hlutabréf í bandarísku stórbönkunum hríðféllu í verði í kauphöllinni í New York í gær.(ruv.is)
Athyglisvert er að það sem Obama telur athugavert við rekstur bankanna í Bandaríkjunium er alveg það sama og var að bönkunum hér:Græðgisstefna.háar bónusgreiðslur,ofvöxtur í bankastarfsemi o.fl. Það veitti ekki af strangri löggjöf gegn slíku í starfsemi bankanna hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.