Föstudagur, 22. janúar 2010
Tchenguiz með 440 milljarða kröfu á Kaupþing!
Á kröfulista Kaupþings kemur fram að sjóðurinn Investec Trust Limited á Guernsey gerir 127 milljarða króna skaðabótakröfu í þrotabúið og sjóður að nafni Euro Investments Overseas á Tortóla gerir skaðabótakröfu upp á 317 milljarða króna. Heimildir fréttastofu herma að sjóðirnir séu í eigu bræðranna Robert og Vincent Tchenguiz. Samtals nema kröfur þeirra yfir 440 milljörðum króna.
Robert Tchenguiz var einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings og náinn viðskiptafélagi eigenda bankans. Hann átti hlut í Existu og sat í stjórn þess félags, en Exista var stærsti eigandi Kaupþings.
Þá voru Tchenguiz bræður meðal stærstu lántakenda fallna bankans en þeir fengu samtals rúmlega tvö hundruð og áttatíu milljarða í lán frá Kaupþingi samkvæmt lánabók bankans. (visir,is)
Það er athyglisvert,að þeir sem svældu mest af peningum út úr Kaupþingi gera stærstu kröfurnar á þrotabú bankans,.Viðskipti Tchenguiz við Kaupþing voru mjög vafasöm,t.d. óeðlilega stór lán með litlum sem engum tryggingum á móti.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.