Föstudagur, 22. janúar 2010
Útvarpsstjóri skilar bílnum
Páll Magnússon, útvarpsstjóri, mun skila bifreið sem Ríkisútvarpið hefur greitt fyrir og hann hefur haft til umráða undanfarin ár. Bifreiðin sem er af gerðinni Audi Q7 hefur verið umdeild og gagnrýndi til að mynda flokksráð Vinstri grænna hlunnindi Páls á fundi sínum um síðustu helgi.
Páll greindi frá ákvörðun sinni á fundi sem lauk fyrir skömmu með starfsmönnum RÚV um breytingar sem verða á starfsemi stofnunarinnar vegna niðurskurðar.
Bifreiðin er hluti af hlunnindum Páls og reiknast inn í heildarlaun hans.
Þá kom fram máli Páls á starfsmannafundinum að hann bíði nú eftir úrskurði kjararáðs um launalækkun forstjóra ríkisfyrirtækja.
Alls fengu 30 fastráðnir starfsmenn Ríkisútvarpsins uppsagnarbréf í gær og í dag.(visir.is)
Eðlilegt er,að niðurskurður á RUV sé aukinn,svo mikill er hallarekstur fyrirtækisins Auk þess er sjálfsagt að hætta öllu bruðli og því eðlilegt að útvarspsstjóri skilaði bílnum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.