Föstudagur, 22. janúar 2010
Leitað að hlutlausum sáttasemjara í Icesave - deilunni
Enn er þó ekkert í hendi um nýjar viðræður við Breta og Hollendinga en stjórnvöld hér hafa notið fulltingis erlendrar ríkisstjórnar við leit að sáttafleti.
Stefnt er að þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin sem forsetinn hafnaði þann 6.mars. Stjórn og stjórnarandstaða hafa hist nokkrum sinnum síðustu vikuna eða svo til að reyna að finna nýja fleti á málinu og hérlendir ráðamenn eru í stöðugu sambandi við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi. Þrátt fyrir stöku bjartsýnistóna virðist málið þó allt í hnút og fjarri því að nýjar samningaviðræður séu í sjónmáli.
Þeim möguleika hefur ítrekað verið velt upp að fá megi að borðinu erlendan sáttasemjara til að miðla málum, einhvern óumdeildan sem bæði Íslendingar, Bretar og Hollendingar geti sætt sig við.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnvöld hér svipast um eftir slíkum sáttamanni þótt ekkert hafi verið kannað með neinum formlegum hætti. Úr stjórnarráðinu hefur verið haft samband við menn, bæði austan hafs
og vestan. Ráðherrann er þó þögull sem gröfin og gefur ekki upp nein nöfn.
Samkvæmt heimildum úr stjórnarráðinu hefur erlend ríkisstjórn, í umboði þeirrar íslensku, verið í sambandi við Breta og Hollendinga undanfarna daga og leitað að mögulegum sáttafleti. (ruv.is)
Sennilega verður erfitt að leysa Icesave deiluna milli Íslendinga annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar nema fyrir milligöngu hlutlauss sáttasemja frá þriðja landi. Í því sambandi hafa Eystrasaltslöndin verið nefnd en einnig Athassari,fyrrum forseti Finnlands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.