Laugardagur, 23. janúar 2010
Ríkið hirðir allan lífeyri eldri borgarans úr lífeyrissjóði með sköttum og skerðingum!
Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem hefur 100 þús. kr úr lífeyrissjóði á mánuði fær 96 þús. kr. frá almannatryggingum á mánuði fyrir skatt eða 84 þús. minna en sá,sem hefur ekkert úr lífeyrissjóði.Almannatryggingar hirða sem sagt 84 þús.kr. af þessum 100 þús. kr. lífeyri,sem ellilífeyrisþeginn fær eða á að fá.Þetta er algert ranglæti og sumir segja,að þetta sé stuldur af hálfu ríkisins,þar eð þeir sem greitt hafa í lífeyrirsjóð eiga lífeyrinn og ríkið á ekki að geta tekið hann með skerðingu tryggingabóta.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir áttu þeir að vera hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga.En það er ekki nóg með að ríkið skerði tryggingabæturnar eins og hér hefur verið skýrt heldur skattleggur það einnig lífeyrinn við útgreiðslu úr almannatryggingum.Af 180 þús. kr. brútto,sem einhleypur ellilífeyrisþegi fær frá almannatryggingum fara 23 þús.kr. í skatt.Ríkið hirðir því 107 þúsþ. kr. í skatta og skerðingar af lífeyrisþeganum,sem hér er fjallað um.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.